Tilkynning frá Naustaskóla vegna veðurs

Sæl öll.

Komin er appelsínugul viðvörun fyrir Norðurland eystra. Eftir samtal við lögreglu / almannavarnir þá teljum við ástæðu til að upplýsa um að skv. veðurspá þá gengur yfir okkar svæði hvellur með vestan og suðvestan vindi um 20 m/s og talsverðri úrkomu á bilinu 11 til 14 í dag. Búast má við samgöngutruflunum og börn ættu ekki að vera ein á áferli meðan tvísýnt er. Þar sem spáin gefur til kynna að áhlaupið verði afmarkað og standi stutt yfir þá er ekki talin ástæða til að aflýsa skólastarfi.

Foreldrar eru beðnir um að sækja börn í 1. - 4. bekk þegar skóla lýkur eða fyrr ef ástæða þykir til.

Aðrir nemendur fara heim þegar skóla lýkur samkvæmt stundatöflu. Foreldrar meta sjálfir hvort þeir ætla að sækja börnin sín og þurfa þá að vera í sambandi við skólann ef nemendur eiga ekki að fara sjálfir heim.

Frístund verður opin að venju en foreldrar verða að sækja nemendur eftir Frístund.

Kveðja skólastjórnendur Naustaskóla.