Til foreldra í 1. bekk

Sælir foreldrar barna í 1. bekk

Skólafærninámskeið fyrir foreldra nýnema í Naustaskóla verður haldið í dag 1. október kl. 17:00-19:00.  

Námskeið af þessu tagi eru haldin árlega fyrir foreldra nýnema, en markmiðið með þeim er að fræða foreldra um skólann okkar og grunnskólakerfið almennt.  Dagskrá þess verður sem hér segir: Kennarar í 1. bekk kynna kennsluaðferðir og skipulag í 1. bekk.  Veittar verða ýmsar upplýsingar tengdar starfsháttum, stefnu og agastefnu Naustaskóla. Kynning á stoðþjónustu, Mentor og upplýsingamiðlun til foreldra.
Helga Jónsdóttir, ráðgjafi í Jákvæðum aga,  mun kynna fyrir foreldrum Jákvæðan aga, sem er agastefna Naustaskóla. 

Ætlast er til að foreldrar/forráðamenn nemenda í 1. bekk mæti á námskeiðið. Boðið verður upp á barnagæslu meðan á námskeiði stendur.

Vonandi sjáum við sem flesta!
Bryndís skólastjóri, Sigríður Jóna og Vala Björt, kennarar í 1. bekk og Þórey íþróttakennari.