Stóra upplestrarkeppnin

Ragnar, Sölvi, Naomí og Arna Ýr Guðmundsdóttir kennari.
Ragnar, Sölvi, Naomí og Arna Ýr Guðmundsdóttir kennari.

Í dag fór fram undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk. Nemendur lásu texta og ljóð sem þau höfðu æft að undanförnu undir styrkri stjórn kennara sinna og stóðu sig öll með stakri prýði. Dómnefnd átti í nokkrum erfiðleikum að velja fulltrúa fyrir aðalkeppnina sem fram í Menntaskólanum á Akureyri þann 4. mars nk. En þau sem urðu fyrir valinu eru Ragnar Orri Jónsson, Sólon Sverrisson og til vara Naomí Arnarsdóttir. Dómnefndina skipuðu Ingileif Ástvaldsdóttir, Sigurlaug Indriðadóttir og Kristjana Sigurgeirsdóttir.