Starfsdagur mánudag 4. maí - hefðbundið skólahald 5. maí

Kæra skólasamfélag

Síðustu vikur hafa verið mjög sérstakar i skólasamfélaginu þar sem starfsfólk, nemendur og foreldrar hafa tekist á við einstaka tíma. Allir hafa staðið sig mjög vel en eru nú líklega farnir að bíða eftir því að dagleg rútína hefjist aftur. Nú líður að afléttingu takmarkana á skólastarfi. Frá og með mánudeginum 4.maí nk. munu grunnskólar hefja starf aftur með hefðbundnum hætti og almenn skólaskylda tekur gildi. Nemendur í Naustaskóla munu mæta eldhressir í skólann 5. maí eftir starfsdag 4.maí. Áfram verða þó í gildi sóttvarnarráðstafanir sem snúa að hreinlæti og sótthreinsun. Fjöldatakmarkanir í nemendahópum verða ekki lengur í gildi og nemendur geta óhindrað notað sameiginleg svæði, s.s. útisvæði og mötuneyti. Fjöldatakmarkanir gilda þó um fullorðna sem starfa í skólanum og því þurfa þeir að gæta að 2 metra fjarlæg og huga að hámarksfjölda í rými sem miðast við 50 einstaklinga. Mælst er til þess að skólar og foreldrafélög skipuleggi ekki fjölmennar samkomur út þetta skólaár vegna þess að gestakomur og heimsóknir foreldra eru ekki leyfðar í maí. Við í Naustaskóla munum fara eftir þessum tilmælum. Við hlökkum öll til að takast aftur á við hefðbundið skólastarf án takmarkana núna strax eftir næstu helgi.

 

Kær kveðja

stjórnendur Naustaskóla