Starfamessa í HA

Í dag, föstudag, var Starfamessa grunnskólanna á Akureyri haldin í þriðja sinn. Yfir 30 fyrirtæki komu saman í Háskólanum á Akureyri og kynntu hin ýmsu störf fyrir nemendum í 9 og 10 bekk. Alls voru rúmlega 700 nemendur sem fengu fróðlegar og skemmtilegar kynningar í dag. Starfamessan mun vonandi vekja áhuga nemendanna á störfum og námi í komandi framtíð. Hér má sjá nokkrar myndir.