Skýrsla vegna ytra mats Menntamálaráðuneytis á Naustaskóla nóvember 2018

Nú á haustönn var unnið að svokölluðu ytra mati á okkar skóla. Það fólst í því meðal annars að matsaðilar frá Menntamálastofnun dvöldu hér í skólanum dagana  23. – 26. október og fóru í vettvangsskoðanir í kennslustundir hjá öllum nemendum. Einnig tóku þeir rýniviðtöl við ýmsa hópa; starfsmenn, foreldra, nemendur og fulltrúa úr skólaráði.

Á hverju ári eru nokkrir grunnskólar (og raunar leik- og framhaldsskólar líka) metnir með ytra mati og gert ráð fyrir að innan fárra ára hafi allir grunnskólar landsins farið í gegnum sambærilegt mat og þannig þróist þetta sem sjálfsagður og eðlilegur hluti skólastarfs. Þetta er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga en það er Menntamálastofnun sem sér um framkvæmdina. Hér má sjá skýrsluna.