Skólstarfið næstu vikur

Kæru foreldrar. 

Nú hefur Naustaskóli hafið skólastarfið að nýju eftir kærkomið páskafrí. Við höldum okkur við sama skipulag og var fyrir páska, kennum 1. -5. bekk í 20 barna hópum og 6. -7. bekk í 10 -12 barna hópum. Allt skipulag varðandi innganga, matsal og  Frístund er enn í gildi og verður fram til 4. maí. Þá ætti eðlilegt skólastarf að geta hafist að nýju.

Dagana 22.apríl og 24. apríl eru skráðir starfsdagar á skóladagatalinu, en þá daga ætlaði starfsfólk Naustaskóla í námsferð til Brighton. Vegna núverandi ástands í heiminum hefur þeirri ferð verið frestað fram á haustið. Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að færa þessa starfsdaga fram til 4. maí og 22. maí. Með því móti náum við að nýta þá betur til samstarfs og undirbúnings skólaloka.

Frístund mun verða lokuð 4. maí en opin 22. maí.

Að lokum biðjum við ykkur að láta umsjónarkennara vita með dags fyrirvara ætli börnin ykkar að snúa aftur í skólann. Þannig getum brugðist við og skipulagt hópana upp á nýtt og sem best tryggt að farið sé eftir fyrirmælum almannavarna og sóttvarnalæknis varðandi hópastærðir. Mikilvægt er að senda póst á umsjónarkennara sé ætlunin að framlengja dvöl barnanna heima nú eftir páska þannig að við fáum sem besta yfirsýn á nemendahópinn okkar varðandi skipulag skóladagsins og heimanáms.Við ítrekum að öll börn eru velkomin í skólann en það er ykkar foreldra og forráðamanna að ákveða hvort börnin dvelji heima. Með góðum kveðjum og þakklæti fyrir gott samstarf á krefjandi tímum.

Skólastjórnendur Naustaskóla.