Skólaslit í Naustaskóla föstudaginn 5. júní

Kæru Foreldrar og forráðamenn

Skólaslit Naustaskóla verða föstudaginn 5. júní. Vegna aðstæðna í samfélaginu og tilmæla frá sóttvarnalækni sjáum við okkur ekki fært að bjóða foreldrum að vera viðstödd að þessu sinni og biðjum við ykkur að sýna skilning vegna þeirra ákvörðunar.

Skipulag skólaslitanna er eftirfarandi:

Kl. 09:00 mæta nemendur 1. 3. 5. 7. og 9. bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði.

Kl. 11:00 mæta nemendur 2. 4. 6. og 8. bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði.

Frístund er lokuð á skólaslitadaginn.

Útskrift 10. bekkjar fer fram á sal skólans kl. 15:00 – að henni lokinni er boðið upp á kaffiveitingar.

Með vorkveðjum

Bryndís Björnsdóttir, skólastjóri.