Samvinnuverkefni á þemadögum

Á þemadögunum hafa nemendur og starfsfólk tekið höndum saman og saumað í java falleg og hvetjandi orð í anda jákvæðs aga. Í þessu verkefni eru mörg saumspor þar sem allir nemendur hafa tekið þátt og þessa dagana hefur starfsfólk sést saumandi út á kaffistofunni. Ætlunin er að sauma þessa búta saman og búa til vegglistaverk í íslensku fánalitunum. Verk og listgreinakennarar eiga veg og vanda að þessari hugmynd og útfærslu. Hér má sjá myndir af verkefninu í vinnslu.