Nemendadagurinn

Þórunn Birna, Megan Ella og Jóhann Valur
Þórunn Birna, Megan Ella og Jóhann Valur

Nemendadagurinn var í dag og var að vonum mikið fjör. Byrjað var á íþróttakeppni starfsmanna og nemenda þar sem keppt var í fótbolta, körfubolta og blaki. Gríðarleg barátta var hjá öllum liðum og nemendur hvöttu sitt fólk kröftuglega til dáða. Síðan gæddum við okkur á snúðum og kleinuhringjum sem 10. bekkur seldi til fjáröflunar sinnar og eftir það söfnuðust allir á sal þar sem hæfileikakeppni nemenda fór fram. Ótrúlega mörg atriði voru á sviðinu og nemendur stóðu sig allir frábærlega og sýndu mikinn kjark með því einu að koma fram. Nemendaráð sá svo um kosningu bestu atriða og báru eftirfarandi sigur úr bítum:
1. sæti: Megan Ella Ward dans
2. sæti: Þórunn Birna Kristinsdóttir dans
3. sæti: Jóhann Valur Björnsson píanó.