Naustaskóli 10 ára!

Á morgun, föstudaginn 22. nóvember höldum við upp á tíu ára afmæli Naustaskóla. Af því tilefni verður opið hús í skólanum milli kl. 15:00 og 17:00. Verk eftir þemadagana verða til sýnis og nemendur verða með atriði á sviði. Kaffihúsastemming verður í salnum þar sem 10. bekkjar nemendur selja vöfflur fyrir fjáröflun sína. Allir eru velkomnir.