Myndir frá Skólahreysti

Það var að venju mikið stuð á Skólahreysti sem haldið var í Íþróttahöllinni sl. miðvikudag. Það voru Aron Ísak Hjálmarsson, Rósný Ísey Hólm Harðardóttir, Breki Mikael Adamsson, Katrín Jónsdóttir, Friðik Ingi Eyfjörð Þorsteinsson og Natalía Hrund Baldursdóttir sem voru fulltrúar Naustaskóla þetta árið. Keppendur stóðu sig með prýði og það gerði líka stuðningsliðið! Hér má sjá nokkrar myndir frá keppninni.