Litlujól - myndir

Í morgun héldum við Litlujól í Naustaskóla. Morguninn byrjaði með fallegum helgileik í boði 4. bekkjar og því næst fóru allir inn í íþróttasalinn sem búið var að skreyta hátt og lágt. Þar var dansað í kringum jólatréð við undirleik Sigríðar Huldu og þrír skemmtilegir jólsveinar kíktu í heimsókn. Krakkarnir fóru síðan í sínar stofur og áttu notalega stund með starfsfólki og jólasveinarnir kíktu meira að segja þangað líka! Unglingadeildin hélt sín litlujól í gærkvöld með sínum kennurum og starfsfólki unglingadeildar. Eftir að börnin fóru heim í dag borðaði starfsfólk saman jóla hádegisverð og Svavar Knútur kom í heimsók með söng og skemmtilegheit.
Hér eru myndir frá deginum.

Starfsfólk Naustaskóla sendir nemendum, foreldrum og forráðamamönnum þeirra gleðilegra jóla.

Frístund opnar þann 3. janúar á nýju ári og skóli hefst þann 4. janúar.