Lestrarátak

Í dag hófst lestrarátak í skólanum og kl. 9:00 í morgun hittust allir nemendur á sal þar sem átakið var kynnt og lásu allir nemendur í bók í 10 mínútur! Átakið fer þannig fram að nemendur munu lesa heima og í skólanum og safna saman mínútunum. Keppni verður á milli árganga um hver nái að lesa flestar mínútur. Mínútunum sem árgangurinn les er svo deilt niður á fjölda nemenda í árganginum. Einnig verður einstaklingskeppni þar sem að veitt verða verðlaun á hverju stigi (yngsta, mið og unglingastig) Átakinu lýkur svo þriðjudaginn 7. maí og verðlaunaafhending verður á sal fimmtudaginn 9. maí kl. 9:00.