Fimmtudagur jólaþema - frjálst nesti - jólahúfu/peysudagur

Á fimmtudaginn næstkomandi, þann 13. desember verður jólaþemadagur hjá okkur í skólanum og verður sannkölluð jólastemming í húsinu. Allir nemendur geta valið sér stöðvar sem verða um allt hús þar sem m.a. verður boðið upp á fjölbreytt jólaföndur, hreyfingu, leiki, útiveru og margt fleira. Það verður frjálst nesti hjá krökkunum en þó er sælgæti, snakk og gos ekki leyfilegt. Svo er að sjálfsögðu jólahúfu og jólapeysudagur!
Skóladegi lýkur kl. 13:10 hjá öllum nemendum en valgreinar hjá unglingadeild verða þó kenndar.