Skipulagspunktar varðandi árshátíðarviku

Skipulagspunktar varðandi árshátíðarviku

Sælir kæru foreldrar

 Hér að neðan eru nokkrir punktar varðandi skipulagið vegna ársháíðarinnar í næstu viku. Vonandi gefur þetta ágæta mynd af vikunni og því sem framundan er. 

Skipulag í árshátíðarviku:

  • Mánudagur og þriðjudagur: Generalprufur, íþróttasalur og gleði. Nemendur gætu verið lengur í skólanum en stundartafla segir til um.
  • Miðvikudagur: „Venjulegur“ dagur, fínpússun á atriðum o.fl.
  • Fimmtudagur: Árshátíðardagur!
  • Föstudagur: Gleðidagur, stöðvar, bíó og popp og gleði. Kósýfatadagur og frjálst nesti.

Íþróttir og sund: Íþrótta- og sundtímar falla niður á mánudeginum og þriðjudeginum (generalprufudagar). Hóparnir fá þess í stað ákveðna tíma í íþróttasalnum með íþróttakennurum.

Frístund: Á mánudegi-þriðjudegi og miðvikudegi er Frístund með eðlilegu sniði. Á fimmtudeginum er Frístund opin frá 8-13 fyrir alla nemendur í 1.- 4. bekk sem þess óska.  Nemendur í Frístund fá pylsur í matinn þennan dag. Frá 13-16 er opið fyrir þá sem eru skráðir í Frístund. Á föstudeginum opnar Frístund í kringum 12, eða þegar árshátíðardegi nemenda lýkur.

Kaffihlaðborð: Kaffihlaðborðið verður í matsalnum eins og í fyrra og hefst að lokinni hverri sýningu. Hlaðborðið kostar 1.000 kr. fyrir fullorðna en 500 kr. fyrir grunnskólanemendur. Frítt fyrir börn á leikskólaaldri. Við minnum foreldra á að koma með kökur á hlaðborðið!

Matarmál: Venjulegur matur frá mánudegi-þriðjudegi og miðvikudegi. Á fimmtudeginum eru pylsur í boði fyrir þá nemendur sem eru í skólanum á matartíma og einnig fyrir tækni- og sviðsmenn og starfsmenn skólans. Aðrir nemendur eru ekki í mat þennan dag. Á föstudeginum er svo hátíðarmatur.

Föstudagurinn eftir árshátíð: Árshátíðardagur nemenda, stöðvar, bíó og popp. Frjálst nesti þennan dag. Ekki er í boði að koma með gos, sælgæti eða mat sem inniheldur hnetur.

Með árshátíðarkveðjum

Bryndís, Alla og Heimir