Um 70 börn úr Naustaskóla með verk á sýningu á Listasafninu

Á morgun, laugardaginn 24. febrúar kl. 14:00 opnar samsýning í Listasafninu á Akureyri undir heitinu Sköpun bernskunnar. Þetta er ellefta sýningin sem sett er upp undir þessu nafni. Markmið sýninganna er að örva og gera sýnilegt skapandi starf barna á aldrinum fimm til sextán ára. Þátttakendur í Sköpun bernskunnar hverju sinni eru skólabörn og starfandi myndlistarmenn. Unnin eru verk sem falla að þema sýningarinnar, sem að þessu sinni er hringir. Myndlistarmennirnir sem boðin var þátttaka í ár eru Gunnar Kr. Jónasson og Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir. Skólarnir sem taka þátt að þessu sinni eru leikskólinn Naustatjörn og grunnskólarnir Glerárskóli og Naustaskóli, ásamt Minjasafninu á Akureyri / Leikfangahúsinu. Um 70 nemendur af yngsta stigi og miðstigi Naustaskóla eiga verk á sýningunni.

Hér er linkur á auglýsingu Listasafnsins: https://www.facebook.com/events/s/opnun-skopun-bernskunnar-2024/690798319917599/