Brunaæfing í Naustaskóla

Brunaæfing fór fram í skólanum í morgun og fengu nemendur og starfsfólk að vita um aðgerðir fyrirfram. Greiðlega gékk að rýma húsið og nemendur gengu rólegir af svæðum sínum í fylgd starfsfólks og allir söfnuðust saman á fótboltavellinum samkvæmt rýmingaráætlun. Nauðsynlegt er að æfa þessar aðgerðir annað slagið og fara yfir verklagsreglur. Hér má sjá nokkrar myndir.