Bikarinn heim!

Í gær fór fram 1. maí hlaup UFA þar sem Naustaskólabörn fjölmenntu. Leikskólabörn hlupu 400m og grunnskólabörn gátu valið um 2km eða 5km. Allir þátttakendur fengu þátttökupening en hlaupið er einnig keppni milli grunnskóla bæjarins og hlýtur skólinn sem á flesta þátttakendur miðað við skólastærð bikar. Naustaskóli hefur verið sigursæll í þessari keppni enda eigum við með eindæmum dugleg íþróttabörn og unnum við bikarinn í 5 skiptið í gær. Vel gert krakkar – áfram Naustaskóli.