Ball í dag fyrir 1.-4. bekk

Við minnum á að í dag, þriðjudaginn 25. febrúar er búningaball fyrir 1. - 4. bekk í Naustaskóla kl. 16:00 - 17:20. Ballið er fjáröflun fyrir 10. bekk, sem er að fara í skólaferðalag í maí.
Nemendur mega endilega að mæta í búningum. Aðgangseyrir er 500 krónur og innifalið í verðinu er popp og svali.
Það verður Draugahús, Spámaður, limbókeppni og fleira skemmtilegt í boði fyrir krakkana. Þetta verður fjör :)