Árshátíðin - myndir

 Árshátíðarsýningar gengu frábærlega og gaman að sjá hvað nemendur og kennarar voru stoltir eftir daginn. Takk fyrir að mæta, þið voruð góðir áhorfendur. Kaffisalan gekk frábærlega sem er ykkur að þakka, hér svignuðu borð af glæsilegum kræsingum. Seinni árshátíðardagurinn, fimmtudagurinn, var sérstaklega tileinkaður nemendum en þeir unnu þvert á aldur á stöðvum og höfðu gaman. Síðan var borðaður hátíðarmatur og í eftirmat bauð foreldrafélagið upp á ís. Mikil var gleði nemenda, takk fyrir ykkar framlag.
Hér í skólanum er mikið af tertufötum og ílátum sem við biðjum ykkur að sækja sem allra fyrst.
Hér má sjá nokkrar myndir frá árshátíðardögunum