Skólaslit

Mynd. Rúnar Þór Björnsson ljósmyndari
Mynd. Rúnar Þór Björnsson ljósmyndari

Naustaskóla var slitið í níunda sinn sl. miðvikudag við hátíðlega athöfn á sal skólans. Nokkrir nemendur og kennarar komu fram með tónlistaratriði og ljóðalestur. Nemendur fengu síðan vitnisburð afhentan hjá umsjónakennurum og héldu glaðbeittir út í sumarið.

Nemendur í 10. bekk voru 31 þetta árið og var útskriftarathöfn þeirra haldin seinnipart dagsins með tilheyrandi dagskrá og glæsilegu kaffihlaðborði sem níundi bekkur og foreldrar buðu upp á. Nemendur héldu ræðu og sýndu myndband og sögðu frá útskriftarferð sinni og kennararnir Silla og Stefán voru með söngatriði. Við kveðjum frábæran hóp nemenda með söknuði, þökkum þeim fyrir samfylgdina í gegnum árin og óskum þeim velfarnaðar í leik og starfi í framtíðinni.  

Hér eru nokkrar myndir frá athöfninni.