Nýsköpun á unglingastigi

Fimmtudaginn 28. janúar kynntu nemendur á unglingastigi nýsköpunarverkefni sín sem þeir höfðu unnið í áhugasviðstímum. Þarna gat að líta margar hugmyndir að nýstárlegum uppfinningum ásamt lýsingum og módelum af viðkomandi hlutum.  Það er líklega aldrei að vita nema að einhverjar þeirra muni raunverulega líta dagsins ljós á næstu árum..  Smellið hér til að sjá myndir frá kynningunum og úr náttúrufræðitíma á unglingastiginu..