Opinn fyrirlestur í Brekkuskóla á vegum ADHD samtaka

Fimmtudaginn 1. september bjóða ADHD samtökin, Einhverfusamtökin og Sjónarhóll-ráðgjafarmiðstöð, félagsmönnum sínum á Norðurlandi upp á opinn fyrirlestur. Í fyrirlestrinum fer Aðalheiður Sigurðardóttir, stofnandi Ég er unik verkefnisins, yfir hennar lærdómsríka ferðalag sem mamma barns á einhverfu rófi. Sjá nánar auglýsingu..