Brunaæfing í dag

Kæru foreldrar og forráðamenn.

Í dag var óundirbúin brunaæfing í Naustaskóla. Samkvæmt öryggiskröfum eldvarnareftirlitsins ber okkur að hafa eina slíka æfingu á hverju skólaári og var ákveðið að gera það áður en veturinn skellur á. Brunaboðinn fór í gang kl. 10:30 og nemendur og starfsfólk fylgdu verklagsreglum um rýmingu húsnæðisins. Nemendur fóru út á sokkunum og því eru blautir og skítugir sokkar í töskum nemenda.

Rýmingin gekk í flesta staði mjög vel en einnig komu hlutir í ljós sem við þurfum að æfa betur og munum við skerpa á verklagsreglum í kjölfarið. Síðar á skólaárinu verður svo undirbúin brunaæfing þar sem nemendur og kennarar fá tækifæri til þess að æfa rýmingu á nýjan leik.

Umsjónarkennarar settust niður með sínum hópum að æfingu lokinni og ræddu um brunaæfinguna. Mögulegt er að einhverjir nemendur vilji ræða málin frekar heima.

Bestu kveðjur,

Bryndís, Alla og Þorgeir