25.04.2011
Ungmennafélag Akureyrar stendur að venju fyrir
skólahlaupi 1. maí þar sem grunnskólar á Akureyri og í nærsveitum reyna með sér. Hlaupið hefur verið haldið undanfarin tuttugu
ár og er eitt stærsta almenningshlaup sem haldið er á Akureyri. Megintilgangur hlaupsins er að hvetja börn og fullorðna til hreyfingar og heilbrigðra
lífshátta, í skólakeppninni er því ekki keppt um það hvaða skóli á fótfráustu nemendurna heldur hvaða
skóli nær hlutfallslega bestri þátttöku.
Lesa meira
23.04.2011
Vakin er athygli á tímabundnu
verkefni í sumar um ókeypis, nauðsynlegar tannlækningar barna tekjulágra foreldra/forráðamanna. Frá 1. maí til og með 26.
ágúst verður boðið upp á ókeypis, nauðsynlegar tannlækningar fyrir börn tekjulágra foreldra/forráðamanna. Tannlæknar
á tannlæknadeild Háskóla Íslands meta hvað teljast nauðsynlegar tannlækningar og þar er þjónustan veitt.
Tekið verður við umsóknum frá 28. apríl til og með 1. júní 2011. Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast hér...
Lesa meira
20.04.2011
Við óskum nemendum, foreldrum og
starfsfólki gleðilegra páska og vonum að allir hafi það gott í fríinu! Þriðjudaginn 26. apríl er starfsdagur og Frístund er
lokuð fyrir hádegi þann dag. Kennsla að loknu páskaleyfi hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 27. apríl.
Lesa meira
19.04.2011
Nú eru drög að skóladagatali næsta
árs komin á vefinn hjá okkur. Þau eru birt með fyrirvara um breytingar enda eiga skóladagatöl grunn- og leikskóla eftir að fara fyrir
skólanefnd til afgreiðslu. Smellið hér til að skoða
dagatalið...
Lesa meira
14.04.2011
Nú hefur Umferðarstofa sett af
stað páskaþraut sem finna má á vefnum www.umferd.is. Þegar smellt er á þrautina opnast gluggi
með fjórum spurningum. Með því að svara þessu spurningum rétt getur sá hinn sami átt möguleika á að vinna sér inn
bíómiða frá Senu sem rekur m.a. Smárabíó og Borgarbíó Akureyri (opnir miðar). Dregið verður úr réttum svörum
eftir páska og fá hinir heppnu bíómiðana senda heim. Líkt og í jóladagatali Umferðarstofu þá snúa spurningarnar í
þrautinni að umferðaröryggi.
Lesa meira
13.04.2011
Mennta- og
menningarmálaráðuneytið hefur nú birt endurskoðuð drög að almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla á vefsvæði
sínu sjá
hér.
Lesa meira
12.04.2011
Lausar eru til umsóknar 3 stöður
kennara við Naustaskóla frá 1. ágúst 2011.
Leitað er að einstaklingum með mikinn metnað, sem sýnt hafa árangur í störfum sínum og leggja áherslu á vellíðan og
árangur nemenda í samstarfi við aðra starfsmenn og stjórnendur skólans. Umsóknarfrestur er til 3. maí nk. Allar umsóknir
þurfa að fara í gegnum umsóknavef Akureyrarbæjar, smellið hér til
að opna umsóknavefinn.
Lesa meira
12.04.2011
Nemendur í 4.-5. bekk voru að vinna að ljóðaþema um daginn þar sem þau kynntu sér ljóð og ljóðskáld, sömdu
sín eigin ljóð, æfðu sig í upplestri, fengu leikara í heimsókn o.fl. Þau luku svo þemavinnunni með glæsilegri
upplestrarhátíð þar sem allir stóðu sig með mikilli prýði. Svo bættu þau um betur og fluttu líka ljóð á
samverustund, glæsilegt hjá þeim! Smellið hér til
að sjá nokkrar myndir frá upplestrinum..
Lesa meira
08.04.2011
Á samverustund um daginn buðu fjórir strákar úr 2.-3. bekk upp á júdósýningu. Þeir eru allir að æfa
júdó og miðluðu þeir af þekkingu sinni, útskýrðu reglurnar og sýndu nokkur brögð. Svo sannarlega skemmtilegt hjá
Hilmari, Guðmundi, Agnari og Reyni! Smellið hér til að sjá nokkrar
myndir..
Lesa meira
05.04.2011
Í dag, 5. apríl, voru
opnuð tilboð í uppsteypu og utanhúsfrágang II. áfanga við Naustaskóla. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr.
502.813.489. Alls bárust 7 tilboð í verkið. Lægsta tilboð fyrir yfirferð átti Hamarsfell ehf. sem var kr. 448.432.052 eða um 89,2% af
kostnaðaráætlun. Niðurstöðurnar má sjá HÉR.
Lesa meira