28.01.2011
Þjálfun í
samskiptum, tilfinningastjórn og athygli barna með ADHDFjölskyldudeild Akureyrarbæjar býður börnum með ADHD að taka þátt í
námskeiði til að efla færni á ýmsum sviðum. Námskeiðið er fyrir börn fædd árið 2001 og 2002 og eru 6 börn í
hverjum hóp. Áhersla er lögð á að auka færni barna í félagslegum samskiptum, skapstillingu, sjálfsstjórn og að bæta
athyglisgetu þeirra. Hópurinn hittist tvisvar í viku 2 tíma í senn, í 5 vikur (10 skipti alls) með tveimur þjálfurum. Nánari upplýsingar er að finna hér....
Lesa meira
27.01.2011
Skáknámskeið
í samvinnu við Skákfélag Akureyrar hefst í skólanum mánudaginn 31. janúar kl. 13.30. og verður einnig næstu tvo
mánudaga á sama tíma (Ætlað 3.-8. bekk) Í framhaldinu verður efnt til skólaskákmóts og keppendur valdir til þátttöku
í sveitakeppni grunnskóla á Akureyri en fyrirkomulag á því verður auglýst síðar.
Lesa meira
09.02.2011
Kynningarfundur um val á
grunnskóla fyrir haustið 2011 verður haldinn miðvikudaginn 9. febrúar kl. 20:00-22:00 í sal Brekkuskóla. Þar munu fulltrúar skólanna kynna
þá fyrir foreldrum væntanlegra nýnema. Skólarnir verða svo með opið hús fyrir foreldra kl. 09:00-11:00 eftirtalda daga í
febrúar:
Fimmtudaginn 10. febrúar - Glerárskóli
Föstudaginn 11. febrúar - Naustaskóli og Giljaskóli
Mánudaginn14. febrúar - Brekkuskóli
Miðvikudaginn16. febrúar - Oddeyrarskóli og Lundaskóli
Fimmtudaginn 17. febrúar - Síðuskóli
SKÓLAVAL 2011 bæklingurinn, sem hefur að geyma upplýsingar um grunnskóla bæjarins, er á netslóðinni http://skoladeild.akureyri.is/
Lesa meira
19.01.2011
Nú eru foreldranámskeiðin um
Jákvæðan aga hálfnuð og það eru um 100 foreldrar alls sem sækja þessi tveggja kvölda námskeið. Hér er að finna
örlítið af gögnum sem tengjast námskeiðunum:
Glærur varðandi fjölskyldufundiGrein um fjölskyldufundiGóð ráð fyrir foreldraVerkfærakistanGlærukynning um
Jákvæðan aga
Lesa meira
19.01.2011
Við bendum á skemmtilegt og
fræðandi myndband á íslensku þar sem sagt er frá nokkrum athyglisverðum fyrirbærum og stjörnumerkjum sem sjá má á himninum
í janúar 2011. Myndbandið má nálgast hér. Einnig bendum við á
Stjörnufræðivefinn http://www.stjornuskodun.is/ en þar má finna afar margt skemmtilegt um stjörnurnar, m.a.
stjörnukort fyrir hvern mánuð sem má prenta og fara með út til að læra að þekkja stjörnurnar og stjörnumerkin...
Lesa meira
15.01.2011
Við vekjum athygli á því
að hér á heimasíðunni, undir tenglunum "skólinn" / "matsgögn og skýrslur" söfnum við og birtum hluta af þeim upplýsingum sem
nýttar eru við mat á skólastarfinu. Þar er nú að finna meðaltal samræmdu prófanna frá í haust og
niðurstöður læsisprófa í 1. og 2. bekk. Smellið hér til að opna þessa síðu.
Lesa meira
07.01.2011
Nemendur í dansi bjuggu til ansi skemmtileg myndbönd fyrir
áramótin. Hægt er að skoða þau hér.
Smellið hér til að skoða myndband frá 6.-7. bekk (Club can´t handle me)
Smellið hér til að
skoða myndband frá 4.-5. bekk (Alors on Dance)
Smellið hér til að skoða myndband
frá 4.-5. bekk ( Dynamite)
Lesa meira
06.01.2011
Ef veður eru válynd er reglan
sú að foreldrar meta hvort þeir treysta börnunum í eða úr skóla. Starfsfólk er til taks í skólanum en skóla er
ekki aflýst nema í allra verstu veðrum, og er það þá gert með auglýsingu í útvarpi fyrir alla grunnskóla
Akureyrarbæjar.
Ef foreldrar meta það svo að þeir treysti ekki barni sínu í skólann þá eru þeir beðnir um að tilkynna það og
skráð verður leyfi á barnið. Bresti á með vont veður á skólatíma og foreldrar treysta barni sínu ekki til að fara
sjálft heim eru þeir beðnir um að ná í barnið og láta skólann jafnframt vita að það verði sótt.
Lesa meira
02.01.2011
Fréttabréf
janúarmánaðar er komið út og má nálgast það hér....
Lesa meira
28.12.2010
Eins og í fyrra slepptum við því að hafa lukkupakka á litlujólunum en þess í stað komu margir nemendur með dálitla
peningaupphæð sem var safnað saman og síðan var allt saman lagt inn á reikning hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Að þessu sinni söfnuðust tæplega 30 þúsund krónur sem án efa koma í
góðar þarfir einhvers staðar. Við þökkum nemendum fyrir þátttökuna og þann góða hug sem henni fylgir.
Lesa meira