08.10.2010
Stjórn Foreldrafélagsins hefur nú
sent út tölvupóst til foreldra með hugmyndum að skipulagi foreldrastarfs fyrir veturinn. Þessar upplýsingar má einnig nálgast hér
á síðunni, undir tenglinum Foreldrar eða með því að smella hér...
Lesa meira
07.10.2010
Það var aldeilis handagangur í öskjunni hjá 1.-3. bekk í dag þegar starfað var að hinu ógurlega drekaþema. Allir nemendur
neðri hæðarinnar unnu saman að þemanu en viðfangsefnin voru afar mismunandi, allt frá lestrar- og orðaverkefnum yfir í að búa til sína
eigin dreka af ýmsu tagi og hrikalegan drekahelli sem mótaður hefur verið í stigaganginum. Smellið hér til að sjá nokkrar myndir frá deginum...
Lesa meira
07.10.2010
Barnakór
Tónlistarskólans á Akureyri er að hefja sitt þriðja starfsár og hefjast æfingar mánudaginn 11. október kl 17:00 í
Brekkuskóla. Kórinn er fyrir elsta árgang í leikskóla og 1. til 4. bekk í grunnskóla. Allir krakkar í leikskólum og
grunnskólum Akureyrarbæjar velkomnir. Þemað í vetur verða íslensk popplög. Frítt að vera með:)
Kveðja
Heimir Bjarni Ingimarsson Kórstjórnandi
Lesa meira
04.10.2010
Októberfréttabréfið er
komið út. Smellið hér...
Lesa meira
03.10.2010
Hér á heimasíðunni
má nálgast drög að starfsáætlun skólans fyrir veturinn 2010-2011. Þar koma fram upplýsingar um stefnu skólans, helstu verkefni
skólaársins, eineltisáætlun og margt fleira. Eftir er að yfirfara áætlunina m.t.t. athugasemda og ábendinga skólaráðs en
ráðið tekur áætlunina fyrir á fundi þann 8. október. Fram að þeim tíma er um að gera fyrir alla áhugasama að kynna
sér plaggið og koma ábendingum á framfæri til skólastjóra eða fulltrúa í skólaráði. Smellið hér til að opna starfsáætlunina.
Lesa meira
03.10.2010
Símenntun Háskólans á Akureyri
mun um miðjan október bjóða upp á afar áhugavert námskeið fyrir foreldra og þá sem starfa með börnum, en
námskeiðið fjallar um kvíða barna og unglinga. Fjallað verður um eðli og einkenni kvíða, af hverju börn verða kvíðin,
hvernig kvíði birtist, hvernig hann viðhelst og hvernig æskilegt er að bregðast við kvíðahegðun.
Smelltu hér til að sjá auglýsingu Háskólans.
Lesa meira
06.10.2010
Heimili og skóli - landssamtök foreldra, Liðsmenn Jerico, Olweusaráætlunin og Ungmennaráð SAFT, í samstarfi við Símann, mennta- og
menningarmálaráðuneytið, félags- og tryggingamálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, Samb. ísl. sveitarfélaga og
styrktaraðila, standa fyrir eineltisátaki á landsvísu á 11 stöðum á landinu. Þann 6. október kl. 20:00 verður fundur í
sal Brekkuskóla þar sem foreldrum, starfsfólki skóla og öðrum áhugasömum býðst að mæta og fræðast um
málefnið. Smellið hér til að sjá nánari upplýsingar..
Lesa meira
19.09.2010
Nú erum við búin að bæta nýju albúmi inn á myndasíðuna okkar þar sem er að finna hinar og þessar myndir frá fyrstu
vikum skólastarfins. Smellið hér til að skoða myndirnar..
Lesa meira
16.09.2010
Aðalfundur Foreldrafélags Naustaskóla var haldinn 13. september sl. Mæting á fundinn var góð, þar mættu um 80 foreldrar. Á
fundinum var skipuð ný stjórn en hana skipa þau Ásdís Arnardóttir, Vaka Óttarsdóttir, Erla Rán Kjartansdóttir, Ingveldur
Sturludóttir og Höskuldur Jóhannesson. Varamenn eru Ásmundur Einarsson og Sigríður Ingólfsdóttir. Stjórn mun skipta með sér
verkum á fyrsta fundi, fundargerð aðalfundarins og ársskýrslu stjórnar félagsins má
sjá hér.
Á fundinum voru einnig skipaðir fulltrúar foreldra í skólaráð til næstu tveggja ára, það eru þær Sara
Stefánsdóttir og Vaka Óttarsdóttir.
Hins vegar vantar enn nokkra bekkjarfulltrúa. Þeir sem hafa áhuga á að gefa sig fram í það eru beðnir um að hafa samband við
Vöku Óttarsdóttur í netfanginu vaka@mentor.is
Lesa meira
08.09.2010
Samstarfshópurinn Náum áttum auglýsir morgunverðarfund miðvikudaginn 15. september á Grand hótel Reykjavík kl. 8:15-10:00, þar
sem fjallað verður um eineltisáætlanir í skólum og viðbrögð við einelti. Smellið hér til að sjá auglýsingu um fundinn.
Lesa meira