23.10.2025
Kæru foreldrar
Á morgun 24. október er kvennafrídagurinn 50 ára og haldið verður upp á það með samstöðufundi á Ráðhústorgi kl. 11:15. Mikil hvatning er í samfélaginu til kvenna og kvára að taka þátt í hátíðarhöldunum og er vilji sveitarfélagsins að gera sem flestum kleift að sækja fundinn. Vegna þess mun Naustaskóli fella niður kennslu hjá öllum bekkjum kl. 10:50. Við óskum eftir því að foreldrar barna í 1. – 3. bekk sæki börnin sín í skólann.
Frístund er lokuð eftir hádegi vegna manneklu.
Stjórnendur Naustaskóla
Lesa meira
23.10.2025
Félagsmiðstöðvar á Akureyri bjóða foreldrum á fyrirlesturinn Hvernig á ég að ræða við unglinginn minn um kynlíf?
Þriðjudaginn 28.október kl. 20:00 í Lundarskóla bjóða félagsmiðstöðvarnar á Akureyri foreldrum á fyrirlestur um kynlíf og klám með Siggu Dögg kynfræðingi.
Í því upplýsingasamfélagi sem við lifum í, gegna ólíkir miðlar sífellt stærra uppeldishlutverki í lífi barna og unglinga. Kynfræðsla er ekki lengur einungis bundin við þá fræðslu sem skóli og foreldrar veita, heldur hefur hún í auknum mæli færst yfir til fjölmiðla. Markaðssetning á kynlífi sem er ætlað að höfða til barna og unglinga hefur aukist mjög á síðustu árum, til dæmis á netinu, í tónlistarmyndböndum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.
Börn og unglingar fá mörg misvísandi skilaboð um kynlíf úr fjölmiðlum sem leitt geta til ranghugmynda um það hvað telst vera eðlilegt kynlíf. Þessi þróun undirstrikar mikilvægi uppeldishlutverks foreldra og að þeir leggi grunn að gildismati barna sinna á þessu sviði. Börn og foreldrar þurfa að ræða saman um kynlíf, eins og hvern annan málaflokk. Skoðanir og gildi foreldra gagnvart kynlífi eru börnum og unglingum nauðsynlegt mótvægi við þeim misvísandi og villandi upplýsingum sem þau hafa greiðan aðgang að.
Kynlíf er eðlilegur hluti af lífinu. Kynfræðsla fyrir börn og unglinga gerir þeim betur kleift að takast á við eigin tilfinningar og taka ákvarðanir sem stuðla að eigin kynheilbrigði. Með góðri fræðslu eru unglingar betur undir það búnir að takast á við þann félagslega þrýsting sem er í umhverfinu og þeir eru líklegri til að geta myndað gott og heilbrigt ástarsamband í framtíðinni. Þekking á kynlífi getur hjálpað þeim að vernda sig gegn kynferðislegri misnotkun og fyrir því að misnota aðra.
Eðlilegt að fjölskyldan ræði um kynlíf
Fjölskyldan er ein sterkasta fyrirmynd barna og unglinga. Frá unga aldri hafa foreldrar samskipti við börn sín og miðla þekkingu til þeirra með beinum og óbeinum hætti. Umræða um kynlíf og allt sem því viðkemur er mikilvæg á öllum heimilum.
Opin og góð umræða um kynlíf á heimilinu skilar sér m.a. í því að:
- börn byrja seinna en ella að stunda kynlíf og eru ábyrgari þegar þau byrja
- minni líkur eru á að þau sjái eftir því að hafa stundað kynlíf
- minni líkur eru á ótímabærum þungunum og ofbeldi
- minni líkur eru á kynsjúkdómum
Kynfræðsla og opinská umræða um kynlíf skilar sér því í aukinni þekkingu og meðvitaðri ákvörðunartöku ungs fólks um kynlíf.
Hægt er að skoða heimasíðu Siggu Daggar á www.betrakynlif.is
Lesa meira
22.10.2025
Árangursríkir og skemmtilegir dagar að baki!
Í síðustu viku voru þemadagar þar sem starfsfólk skólans bauð upp á fjölbreyttar stöðvar fyrir nemendur þar sem þemað í ár var námsaðlögun og skapandi nám í gegnum upplýsingatækni og listgreinar.
Markmið daganna var að skerpa á og kynna leiðir til þess að efla nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum og skapandi námi, með sérstökum fókus á upplýsingatækni og listgreinar.
Nemendur heimsóttu ýmsar stöðvar þar sem þeir fengu tækifæri til að prófa eitthvað nýtt og öðlast nýja kunnáttu á skemmtilegan hátt. Lögð var mikil áhersla á að allir hefðu gagn og gaman af því að brjóta upp hefðbundnar stundatöflur og upplifa skólann á nýjan hátt.
Lesa meira
15.10.2025
Ný stafræn lausn er nú komin í notkun sem gerir foreldrum kleift að nálgast stafræna útgáfu af skóladagatölum allra leik- og grunnskóla á Akureyri. Lausnin er aðgengileg á vefslóðinni https://reiknivelar.akureyri.is/skoladagatol
Foreldrar geta valið einn eða fleiri skóla og hlaðið niður dagatölunum sem svokallaðri ICS skrá, sem opnast í öllum helstu dagatalsforritum, svo sem Outlook, Google Calendar og fleiri.
Með þessu móti geta foreldrar auðveldlega fylgst með helstu viðburðum skólaársins, eins og skipulagsdögum, vetrarfríum, skólaslitum og fleiru – og jafnvel fengið sjálfvirkar áminningar beint í símann eða tölvuna.
Lesa meira
14.10.2025
Þemadagar verða hjá okkur í skólanum nk. fimmtudag og föstudag. Í ár ætlum við að vinna með gildið námsaðlögun. Yfirskrift daganna er:
Námsaðlögun og skapandi nám í gegnum upplýsingatækni og listgreinar.
Starfsfólk skólans skipuleggur stöðvar sem nemendur heimsækja sem hafa allar þann tilgang að skerpa á eða kynna leiðir til þess að efla nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum skapndi náms; með fókus á leiðir innan upplýsingatækni og listgreinar. Við ætlum þó fyrst og fremst að hafa gaman og njóta þess að brjóta upp hefðbundnar stundatöflur. Síðari daginn mega nemendur koma með frjálst nesti.
Lesa meira
25.09.2025
Minnum á starfsdaginn á morgun, föstudaginn 26. september og því enginn skóli hjá börnunum. Frístund er lokuð.
Lesa meira
24.09.2025
Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn í samkomusal skólans á morgun, fimmtudaginn 25.sept kl.17:00 Vonumst til að sjá sem flesta!
Kveðja frá foreldrafélagi Naustaskóla
Lesa meira
18.09.2025
Símafrí í grunnskólum Akureyrarbæjar
Sáttmáli um símafrí í grunnskólum Akureyrarbæjar tók gildi í ágúst 2024. Tilgangurinn með honum er fyrst og fremst að skapa góðan vinnufrið í skólum, stuðla að bættri einbeitingu, auknum félagslegum samskiptum og vellíðan nemenda og starfsfólks skóla.
Í sáttmálanum felst eftirfarandi:
· Í grunnskólum Akureyrarbæjar skulu nemendur ekki nota síma á skólatíma, hvorki í skólanum eða á skólalóð. Leið milli skóla og íþróttamannvirkja telst til skólalóðar. Þetta á einnig við önnur snjalltæki sem trufla kennslu og einbeitingu (t.d. snjallúr)
· Á föstudögum er nemendum á unglingastigi heimilt að nota síma í frímínútum á skilgreindum svæðum.
· Símar og önnur snjalltæki eru ávallt á ábyrgð eigenda sinna.
· Komi nemendur með síma í skólann, þá skulu nemendur í 8. – 10. bekk geyma símana í læstum skápum og yngri nemendur geyma símana í töskum. Símar skulu ekki geymdir í fatnaði nemenda eða á borðum.
Viðbrögð við notkun síma í leyfisleysi:
Sé reglum um símafrí ekki fylgt eftir fær nemandi áminningu/samtal við kennara og tækifæri til setja símann á viðeigandi stað. Við endurtekið brot er nemanda boðið að velja á milli þess að:
A. afhenda símann sem verður geymdur á skrifstofu skólastjórnanda til loka skóladags nemanda.
B. fara á skrifstofu skólastjórnanda og bíða þar uns foreldri hefur komið í skólann til að ljúka afgreiðslu málsins.
Við Ítrekuð brot á símafríi er boðað til fundar með nemanda og foreldrum og skráning gerð í Mentor.
Lesa meira
04.09.2025
Börn yngri en níu ára mega ekki hjóla á akbraut – ef þau geta hjólað á gangstéttum og farið yfir á gangbraut er hins vegar heimilt að senda þau á hjóli í skólann.
Barn yngra en níu ára má ekki hjóla á akbraut nema undir leiðsögn og eftirliti manns sem náð hefur 15 ára aldri.
Hjólreiðamaður sem náð hefur 15 ára aldri má reiða börn yngri en sjö ára, enda séu þeim ætluð sérstök sæti og þannig um búið að ekki stafi hætta af hjólteinunum.
Barn yngra en 13 ára má ekki aka smáfarartæki.
Lög um hjólreiðar í umferðinni 44. Grein laga
Lesa meira