Litlu jól - skipulag

Litlu jólin verða haldin í skólanum nk. föstudag en þá mæta nemendur í 1.-7. bekk kl. 08:10.

4. bekkur sýnir helgileik kl. 08:30 á sal og svo ganga allir í íþróttasalinn þar sem verður dansað kringum jólatré.

Kl. 09:30 fara allir inn á sín svæði og halda stofujól með sínum kennurum.

Kl. 10:10 fara nemendur heim í jólafrí en frístund er opin fyrir þá sem þar eru skráðir.

Nemendur í 8.-10. bekk halda sín Litlu jól fimmtudaginn kl. 17:30 með sínum kennurum.