Jólin í Naustaskóla

Í Naustaskóla er alltaf jólaþemadagur í desember. Þá eru settar upp fjölbreyttar stöðvar, nemendur fara á milli stöðva og velja sér viðfangsefni. Jólaþemadagurinn í ár gekk mjög vel og voru nemendur almennt sáttir og sælir með daginn.  Hurðaskreytingarnar eru líka alltaf vinsælar. Mikil metnaður var lagður í verkið og það var gaman að sjá mismunandi og skemmtilegar skreytingar. Dómnefnd fékk það erfiða verkefni að velja glæsilegustu hurðarnar og varð niðurstaðan þessi:

1.sæti: 6-.7. bekkur

2. sæti: 2. bekkur

 

1. sæti

 

1.sæti

 

2.sæti

Í desember vorum við tvisvar sinnum með söngsal þar sem allir nemendur og starfsfólk skólans komu saman og sungu. Það er gaman að geta sagt frá því að þegar nemendur koma saman á sal, hvort sem er til að syngja saman eða í öðrum tilgangi, þá eru þau til mikillar fyrirmyndar og taka þátt af heilum hug. Hér má sjá góða yfirlitsmynd af stemningunni í skólanum okkar. 
 

 

Jólahelgileikurinn er alltaf sýndur á litlu jólunum. Það var hugljúf stund í boði 4. bekkinga Naustakóla sem stóðu sig alveg frábærlega. 

Eftir helgileik fórum við inn í fallega skreytt íþróttahúsið þar sem við tók jólaball og heimsókn jólasveina. Síðan var farið upp á svæði og átt góða stund með kennurum og jólasveinum, Allt gekk ljómandi vel þennan dag