01.03.2023
Í gær, þriðjudag, var haldin undankeppni upplestrarkeppninnar Upphátt í 7. bekk. Allir nemendur lásu pistil og ljóð á sal skólans og stóðu sig öll með prýði. Dómnefnd valdi síðan tvo fulltrúa til að taka þátt í aðalkeppninni en það voru þau Eyja B. Guðlausdóttir og Sölvi Sverrisson. Keppnin fer fram í Hofi þann 7. mars. Dómnefndina skipuðu Erna Kristín Sigmundsdóttir, Halla Jóhannesdóttir, Halldóra Steinunn Gestsdóttir, og Valdís Rut Jósavinsdóttir.
Lesa meira
10.02.2023
Hér koma myndir frá vel heppnuðum útivistardegi. Farið var á skauta, svigskíði og gönguskíði og aðrir renndu sér á sleða. Það var fallegt veður en ansi kalt í fjallinu svo margir komu með rauðar kinnar heim.
Lesa meira
23.12.2022
Við óskum nemendum og foreldrum þeirra okkar bestu jóla - og nýárskveðjur.
Skólastarf hefst að ný þriðjudaginn 3. janúar.
Starfsfólk Naustaskóla.
Lesa meira
25.11.2022
Þemadagar Naustaskóla 2022
Naustaskóli stefnir á að verða Réttindaskóli Unicef á þessu skólaári. Í tilefni af því ákváðum við að þemadagarnir í ár yrðu helgaðir Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Nokkrir nemendur í 8. -10. bekk tóku það að sér að vera fréttafólk. Þau tóku viðtöl við bæði starfsfólk og nemendur og einnig tóku þau myndir og myndbönd af því sem fram fór á þemadögunum. Þetta má allt saman sjá hér á síðunni ef farið er í valmyndina efst til hægri (vinstra megin ef síðan er skoðuð í síma). https://sites.google.com/naustaskoli.com/themadagarnaustaskola2022/
Góða skemmtun!
Lesa meira
24.11.2022
Um síðastliðna helgi fór Legolið Naustaskóla til Reykjavíkur og tók þátt í First Lego League 2022 sem var haldin laugardaginn 19.nóvember 2022 í Háskólabíó. https://firstlego.is/keppnin/ Lego lið Naustaskóla var skipað þeim Ingólfi, Patreki, Viktori, Jóel, Rúnari og Lárusi. Þau sem komu liðinu til aðstoðar voru Ísold sem sá um hönnun á logoi á bolum liðsins og Jóhann Valur sem hannaði og bjó til spil sem liðið notaði. Þema ársins var SUPERPOWERED℠ áskorun. FIRST LEGO League liðin könnuðu hvaðan orka kemur og hvernig henni er dreift, hvernig hún er geymd og notuð – þá munu þau leggja til sína ofurkrafta og beita aðferðum rannsókna og nýsköpunar við að koma með hugmyndir að betri framtíð í orkumálum. Stóðu þau sig mjög vel og fer þessi keppni í reynslubanka þeirra.
Lesa meira
24.11.2022
Hér eru myndir frá vel heppnuðum þemadögum!
Lesa meira
21.11.2022
Það er líf og fjör í Naustaskóla þessa dagana. Í dag mánudag 21.nóv byrjuðu þemadagar sem standa fram á miðvikudag.
Þemadagarnir eru helgaðir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að þessu sinni.
Nemendum skólans er skipt niður á þrjú svæði og eru margar stöðvar á hverju svæði.
Vonandi verður þetta til að auðga kunnáttu nemenda og starfsfólks á Barnsáttmálanum.
Við endum síðan með Barnaþingi næstkomandi fimmtudag þar sem málefni sem nemendur hafa sjálfir komið með tillögur að, eru rædd.
Lesa meira
29.09.2022
Minnum á að það er starfsdagur í Naustaskóla á morgun, föstudag og því enginn skóli. Frístund er opin frá kl. 13:00 fyrir börn sem þar eru skráð.
Lesa meira
22.09.2022
Minnum á Ólympíuhlaup ÍSÍ á morgun, föstudag. Nemendur mæti í góðum skóm og klæðnaði eftir veðri.
Lesa meira
22.09.2022
Aðalfundur foreldrafélags Naustaskóla er hér með auglýstur. Stjórn frá fyrra ári samanstendur af mæðrum sem eiga börn í 2., 5., 6., 8., og 9. bekk, og ef áhugi er fyrir hendi þá værum við alveg til í að taka á móti foreldrum barna í 1., 3., 7., og 10. bekk svo öll börnin í skólanum eigi fulltrúa í foreldrafélaginu - endilega sendið Fanney formanni/fanneybergros@gmail.com línu ef hafið áhuga, fundir á ca. 6 vikna fresti og mjög skemmtilegt starf.
Sjáumst
Lesa meira