Fréttir

Skólasetning - tímar

Kl. 10:00 nemendur í 2.- 5. bekkur. Nemendur mæta inn á sín svæði. Kl. 11:00 nemendur í 6.-10. bekk. Nemendur mæta inn á sín svæði. Á skólasetningunni hitta nemendur umsjónarkennara, fá stundaskrá og fræðast um starfið í vetur. Vegna fjölda smita í samfélaginu takmörkum við aðgang foreldra að skólanum. Foreldrum er ekki boðið að koma á skólasetningu að þessu sinn. Foreldrar 1. bekkjar mæta í viðtöl með börnum sínum en því miður getum við ekki leyft þeim að fylgja barni sínu inn í skólann fyrstu kennsludagana. Kennsla hjá börnum í 2.-10. bekk hefst þriðjudaginn 24. ágúst samkvæmt stundarskrá en hjá 1. bekk hefst kennsla miðvikudaginn 25. ágúst. Frístund opnar mánudaginn 23. ágúst kl.8:00 fyrir börn í 1. bekk og kl. 13:10 fyrir börn sem skráð eru í Frístund. Nánari upplýsingar um skráningu í frístund mun berast frá forstöðumanni frístundar. Kveðja Stjórnendur Naustaskóla
Lesa meira

Skólasetning Naustaskóla

Skólasetning Naustaskóla verður mánudaginn 23. ágúst nk. Tímasetning verður auglýst síðar. Á skólasetningunni hitta nemendur umsjónarkennara, fá stundaskrá og fræðast um starfið í vetur. Foreldrar barna í 1. bekk fá nánari upplýsingar í bréfi á næstu dögum. Kennsla hjá börnum 2.-10. bekk hefst þriðjudaginn 24. ágúst samkvæmt stundarskrá en hjá 1. bekk hefst kennsla miðvikudaginn 25. ágúst.
Lesa meira

Vorþemadagar

Skemmtilegum vorþemadögum lokið sem fram fóru í blíðskaparveðri. Hér eru nokkrar myndir frá ýmsum stöðvum við skólann og í Kjarnaskógi.
Lesa meira

Viðurkenning Fræðsluráðs

Í gær fór fram afhending viðurkenningu Fræðsluráðs Akureyrarbæjar. Fjórir nemendur og tveir kennarar frá Naustaskóla hlutu viðurkenningu að þessu sinni. Nemendurnir Dagur Kai Konráðsson, Eyja B. Guðlaugsdóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir og Mahaut Ingiríður Matharel hlutu viðurkenningu svo og kennararnir Sigríður Jóna Ingólfsdóttir og Vala Björt Harðardóttir.
Lesa meira

Skólaslit 8. júní

Skólaslit Naustaskóla verða þriðjudaginn 8. júní: Að þessu sinni mæta foreldar ekki á skólaslit vegna sóttvarna • Kl. 09:00 mæta nemendur 1,3,5 og 9.bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði. • Kl. 11:00 mæta nemendur 2,4,6 og 8.bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði. Útskrift 10. bekkjar fer fram á sal skólans kl. 15:00 - að henni lokinn er kaffihlaðborð í boði skólans. • Frístund er lokuð á skólaslitadaginn.
Lesa meira

Rökræðukeppni í unglingadeild

Í morgun var haldin rökræðukeppni í unglingadeildinni. Nemendum var skipt upp í hópa og fluttu þau mál sitt fyrir framan skólasystkini sín. Sigurvegarar dagsins urðu þau Katla Björk, Hallfríður Anna, Birkir B. og Kristjáni Örn.
Lesa meira

Enginn skóli á morgun - Frístund lokuð.

Eins og fram kom í fréttum í dag verður grunnskólum landsins lokað frá og með morgundeginum. Frístund verður einnig lokuð þennan sama tíma eða til 1. apríl. Við munum láta vita hvernig skólastarfi verður háttað eftir páska þegar við vitum hvernig staðan verður. Starfsfólk Naustaskóla óskar nemendum og foreldrum gleðilegra páska.
Lesa meira

Myndir frá útivistardeginum

Hér koma nokkrar myndir frá vel heppnuðum degi.
Lesa meira