05.04.2022
Árshátíð Naustaskóla verður haldin miðvikudag og fimmtudag. Alls verða fjórar sýningar, tvær á miðvikudag og tvær á fimmtudag. 10. bekkur býður upp á kaffihlaðborð eftir hverja sýningu og kostar það 1000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn, frítt er fyrir yngri en 6 ára. Posi á staðnum.
Lesa meira
10.03.2022
Í gær, miðvikudag fór fram undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk. Nemendur lásu texta og ljóð sem þau höfðu æft að undanförnu undir stjórn kennara sinna, Þóru Sveinsdóttur og Sunnu Friðþjófsdóttur. Krakkarnir stóðu sig öll með prýði og dómnefnd valdi tvo fulltrúa og einn til vara fyrir aðalkeppnina sem fram í Menntaskólanum á Akureyri þann 23. mars nk. Þau sem urðu fyrir valinu eru Styrmir Snær Þórðarson, Lilja Maren Jónsdóttir og til vara Richard Örn Blischke. Dómnefndina skipuðu Berglind Bergvinsdóttir, Heimir Örn Árnason og Kristjana Sigurgeirsdóttir.
Lesa meira
22.02.2022
Samkvæmt veðurspá í dag mun veðrið versna um hádegisbil og eru foreldrar og forráðamenn beðnir um að fylgjast með veðrinu. Mikilvægt er að foreldrar hugi að heimferð barna sinna á þeim tíma.
Lesa meira
07.02.2022
Í dag opnar Frístund kl. 13:00 fyrir þau börn sem eru skráð í Frístund.
Lesa meira
06.02.2022
Á fundi aðgerðarstjórnar Almannavarna á Norðurlandi eystra núna seinnipartinn var þeim tilmælum beint til sveitarfélaga að aflýsa á morgun öllu skólahaldi í leik-, grunn- og tónlistarskólum á grundvelli veðurspár. Búist er við að bæði veðurhæð og aðstæður á okkar svæði verði með þeim hætti að enginn ætti að vera á ferli þegar veðrið gengur yfir. Því hefur verið ákveðið að fella niður skólahald bæði í leik- og grunnskólum Akureyrar og tónlistarskólanum á morgun mánudaginn 7. febrúar. Allt starfsfólk er beðið um að halda kyrru fyrir heima meðan veðrið gengur yfir.
Aðgerðarstjórn mun fylgjast með framvindu mála og senda út tilkynningu þegar óhætt verður að vera á ferli.
Lesa meira
03.01.2022
Við óskum ykkur gleðilegs árs og þökkum fyrir samstarfið á liðnu ári.
Á morgun þriðjudaginn 4. janúar klukkan 8:10 hefst kennsla og hefðbundið skólastarf aftur samkvæmt stundatöflu.
Í Naustaskóla verður skipulagið eins og fyrir jól og nemendur mæta og ljúka skóla á venjulegum tíma. Ein breyting hefur þó verið gerð á skipulagi í matsal – en samkvæmt reglugerð sem er í gildi til 12. janúar mega einungis 50 nemendur vera saman í matsal. Við höfum því skipt matsalnum í þrjú hólf með þremur skömmtunarstöðvum. Við erum svo heppin að geta nýtt okkur samkomusalinn innan við bókasafnið og stækkað þannig matsalinn. Vegna þessa ákvæðis verða breytingar hjá nemendum í 8.-10. bekk og munu þau ekki fara í mat a.m.k. þessa viku og ljúka því skóladegi aðeins fyrr en annars. Þetta gerum við til þess að mæta kröfum um fjöldatakmarkanir í matsal. Engin skerðing verður á kennslustundum en í stað þess að fara í mat verða þau í kennslustundum og fara því fyrr heima á daginn. Valgreinar og smiðjur falla niður þessa viku. Boðið verður upp á hafragraut í frímínútum og svo geta þau að sjálfsögðu haft með sér smá nesti.
Á þessum covid tímum koma alltaf nýjar áskoranir í fangið á okkur sem við reynum að leysa eins og best verður á kosið með hagsmuni nemenda að leiðarljós. Við þökkum ykkur fyrir gott samstarf á liðnu ári og höldum inn í nýtt ár með þá vissu að þetta verði síðasti covidveturinn.
Nýárskveðjur
Stjórnendur Naustaskóla.
Lesa meira
17.12.2021
Litlu jólin í Naustaskóla 20. desember 2021
Allir nemendur mæta í skólann 8:30 á sitt heimasvæði.
Skipulag á litlu jólum 20. desember
Hjá nemendum í 1.-3. bekk er dagskráin þannig:
• 8:30 - mæting á heimasvæði
• 8:40-9:00 – Helgileikur í boði 4. bekkjar fyrir 1. bekk og 2. – 3. bekk.
• 9:00 – 10:00 - Stofu jól og jólasveinn í heimsókn – piparkökur og kakó með rjóma.
• 10:00 – 10:30 - dansað í kringum jólatré í íþróttasal. Að því loknu fara nemendur heim eða í Frístund.
Hjá nemendum í 4. bekk er dagskráin þannig:
• 8:30 mæting inn á svæði
• 8:40 – 9:00 helgileikur fyrir 1. – 3. bekk
• 9:00- 9:15 helgileikur fyrir 5. – 7. Bekk
• 9:15-9:45 dansað í kringum jólatré
• 9:45-10:30 kakó og piparkökur og kósý upp á svæði og jólafrí
Hjá nemendum í 5. bekk er dagskráin þannig:
• 8:30 mæting inn á svæði
• 8:30 til 9:00 kósý stund
• 9:00- 9:15 helgileikur fyrir 5. – 7. bekk.
• 9:15-9:45 dansað í kringum jólatré
• 9:45-10:30 stofujól og kakó með rjóma og piparkökur
Hjá nemendum í 6. – 7. Bekk er dagskráin þannig:
• 8:30 mæting inn á svæði
• 8:30 til 9:00 kósý stund
• 9:00- 9:15 helgileikur fyrir 5. – 7. bekk.
• 9:15 – 10:30 stofujól og kakó með rjóma og piparkökur.
Nemendur í unglingadeild mæta kl. 9:00 – 11:00
Kakó með rjóma, piparkökur og mandarínur í boði foreldrafélagsins.
Lesa meira