03.03.2020
Á morgun, miðvikudag verður keppt í Skólahreysti í Íþróttahöllinni og hefst keppni kl. 13:30. Keppendur frá Naustaskóla eru þau Hallfríður Anna Benediktsdóttir, Henrihs Petrovics, Natalía Hrund Baldursdóttir og Ævar Freyr Valbjörnsson. Varamenn eru Elías Bjarnar Baldursson og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir. Við óskum keppendum góðs gengis!
Lesa meira
02.03.2020
Þar sem búið er að staðfesta COVID-19 smit á Íslandi viljum við benda á viðbragðsáætlun Naustaskóla við heimsfaraldri en hana má einnig finna á heimasíðu skólans undir Naustaskóli> Stuðningur – heilsugæsla.
Þar sem þessar fréttir geta valdi ótta og kvíða hjá börnum viljum við minna á að ræða þessi mál af yfirvegun við þau. Við munum halda okkar striki og reiknum með óbreyttu skólahaldi nema að yfirvöld mælist til um annað.
https://www.visir.is/g/20207859d/svona-a-ad-bera-sig-ad-thegar-raett-er-vid-born-um-koronu-veiruna
Hægt er að fylgjast með gangi mála á vef Almannavarna https://www.almannavarnir.is/ og landlæknis https://www.landlaeknir.is/koronaveira/
Bryndís Björnsdóttir
skólastjóri Naustaskóla
v/Hólmatún
s: 4604101
gsm. 8653700
Lesa meira
25.02.2020
Í vetrarfríinu, miðvikudag, fimmtudag og föstudag, verður Frístund opin frá klukkan 13:00 - 16:15 alla dagana fyrir börn sem þar eru skráð.
Njótið samveru í fríinu og sjáumst hress mánudaginn 2. mars.
Lesa meira
25.02.2020
Við minnum á að í dag, þriðjudaginn 25. febrúar er búningaball fyrir 1. - 4. bekk í Naustaskóla kl. 16:00 - 17:20. Ballið er fjáröflun fyrir 10. bekk, sem er að fara í skólaferðalag í maí.
Nemendur mega endilega að mæta í búningum. Aðgangseyrir er 500 krónur og innifalið í verðinu er popp og svali.
Það verður Draugahús, Spámaður, limbókeppni og fleira skemmtilegt í boði fyrir krakkana. Þetta verður fjör :)
Lesa meira
17.02.2020
Í dag fór fram undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk. Nemendur lásu texta og ljóð sem þau höfðu æft að undanförnu undir styrkri stjórn kennara sinna og stóðu sig öll með stakri prýði. Dómnefnd átti í nokkrum erfiðleikum að velja fulltrúa fyrir aðalkeppnina sem fram í Menntaskólanum á Akureyri þann 4. mars nk. En þau sem urðu fyrir valinu eru Ragnar Orri Jónsson, Sólon Sverrisson og til vara Naomí Arnarsdóttir. Dómnefndina skipuðu Ingileif Ástvaldsdóttir, Sigurlaug Indriðadóttir og Kristjana Sigurgeirsdóttir.
Lesa meira
14.02.2020
Skólahald verður með eðlilegum hætti í dag í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar og tónlistarskólanum. Veðurspá gerir ekki ráð fyrir mjög slæmu veðri hér á Akureyri. Þó er vissara að hafa varann á og fylgjast vel með viðvörunum og tilkynningum á heimasíðum skólanna og Akureyrarbæjar.
Lesa meira
13.02.2020
Að höfðu samráði við lögreglu er ekki talin ástæða til að grípa til aðgerða á grundvelli veðurspár fyrir morgundaginn. Fólk er beðið um að fylgjast með heimasíðum skólanna og Akureyrarbæjar ef til þess kemur að röskun verði á skólahaldi.
Lesa meira
17.01.2020
Búið er að opna fyrir skráningu í foreldraviðtölin á Mentor sem verða 27. og 28. janúar nk. en þá mæta nemendur með foreldrum sínum í viðtal hjá umsjónarkennara. Vinsamlegast hafið samband við ritara ef aðstoð óskast við skráninguna. Frístund verður opin báða dagana fyrir börn sem þar eru skráð.
Lesa meira