Fréttir

Viðurkenningar skólanefndar

Laugardaginn 5. júní kl. 14.00 boðar skólanefnd Akureyrarbæjar til samkomu í Listasafninu þar sem sjö nemendum og átta kennurum og starfsmönnum við skóla Akureyrarbæjar verður veitt viðurkenning fyrir að hafa skarað fram úr í starfi. Þetta er í fyrsta sinn sem skólanefnd stendur fyrir samkomu sem þessari en hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu Akureyrarbæjar. Áhugasamir eru hvattir til að mæta í Listasafnið laugardaginn 5. júní kl. 14.00 og vera viðstaddir afhendingu viðurkenninganna . Verða nöfn þeirra einstaklinga og verkefna sem hljóta viðurkenningu þetta árið kunngjörð á samkomunni.
Lesa meira

Skólaslit

Skólastarfi á þessu fyrsta starfsári Naustaskóla verður slitið föstudaginn 4. júní.  Allir nemendur mæta kl. 13:00 á sín heimasvæði, hitta umsjónarkennara, taka á móti námsmati, skólastjóri segir nokkur orð og svo halda nemendur út í sumarið.  Foreldrar eru að sjálfsögðu einnig hjartanlega velkomnir á skólaslitin.
Lesa meira

Síðasta fréttabréf skólaársins

Út er komið fréttabréf júnímánaðar. Meðal efnis er dagskrá vorhátíðar, skóladagatal næsta vetrar o.fl.  Smellið hér til að opna fréttabréfið..
Lesa meira

Vorhátíð Naustahverfis 2010

/* /*]]>*/ /* /*]]>*/ Vorhátíð Naustaskóla og Naustahverfis verður haldin fimmtudaginn 3. júní og hefst kl. 16:15 með "brekkusöng" í Naustaborgum. Afþreying í boði í Naustaborgum kl. 16:15-18:00 Þrautabraut Andlitsmálning Stultur, kastveggur o.fl. Trúðar Naustahverfismót í Kubbi Boccia Leikir Sápukúlublástur Flugdrekar Grillaðar pylsur Opið hús í Naustaskóla frá kl. 17:30 Kaffihús á neðri hæð skólans Kaffi / safi / mjólk og vöfflur Fullorðnir 300 kr. 6-16 ára 200 kr. Tombóla – 50 kr. miðinn Föndurborð Spákona Draugahús Sýningar á verkum nemenda   Söngvakeppni foreldra og barna (feðgar/mæðgur/feðgin/mæðgin) í sal skólans kl. 18:00 - Foreldrar og börn á öllum aldri geta skráð sig til keppni (það er einfaldlega gert með því að finna lag sem báðir aðilar kunna,  og mæta á æfingu í skólanum einhvern tímann milli 17:00 og 18:00) Ball fyrir nemendur í 1.-3. bekk kl. 18:30-19:45 (200 kr. aðgangseyrir) Ball fyrir nemendur í 4.-7. bekk kl. 20:00-22:00 (200 kr. aðgangseyrir)
Lesa meira

Vorskóli

Fimmtudaginn 27. maí ætlum við að bjóða tilvonandi nemendum 1. bekkjar ásamt forráðamönnum þeirra í heimsókn til að hitta verðandi kennara og kynna sér skólann.  Öllum forráðamönnum innritaðra barna í árgangi 2004 ætti að hafa borist svohljóðandi tölvupóstur á dögunum:
Lesa meira

Aðalfundur Foreldrafélagsins

Stjórn Foreldrafélags Naustaskóla boðar til aðalfundar félagsins þriðjudaginn 25. maí kl. 17:00 í Naustaskóla. Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi: Kosning fundarstjóra og fundarritara Skýrsla stjórnar Reikningar lagðir fram Kosning formanns og annarra stjórnarmanna Skýrsla skólaráðs Kosning fulltrúa í skólaráð Önnur mál Vonumst til að sjá sem flesta Stjórnin
Lesa meira

Listaverk Frístundar og Fífilbrekku

Í dag var afhjúpað listaverk sem krakkarnir í Frístund og Fífilbrekku unnu sameiginlega. Myndin sýnir hendur þessara fyrstu nemenda okkar, og mun hún prýða húsnæðið, vonandi um aldur og ævi..  Krakkarnir héldu svo upp á daginn með því að gæða sér á skúffukökunni sem þau voru búin að baka af þessu tilefni, sannkölluð hátíð í bæ!  Smellið hér til að sjá myndir frá undirbúningnum og athöfninni.
Lesa meira

Nýjar myndir frá skólastarfinu í vetur

Endilega skoðið nýjar myndir frá skólastarfinu okkar í vetur - Lífið í skólanum 2010
Lesa meira

Fréttabréf maímánaðar

Fréttabréf maímánaðar er komið út.  Smellið hér til að lesa það..
Lesa meira

Risaeðluþema í 2.-3. bekk

Nemendur í 2.-3. bekk hafa undanfarið unnið þemavinnu þar sem risaeðlur eru í forgrunninum en að sjálfsögðu fléttast einnig ýmiskonar fróðleikur og færniþjálfun inn í námið.  Þetta hefur verið hin fjölbreyttasta vinna þar sem krakkarnir hafa lesið, teiknað, föndrað, reiknað, mælt og málað úti og inni og allir virðast hafa skemmt sér hið besta.  Smellið hér til að sjá myndir frá herlegheitunum...
Lesa meira