Fréttir

Innritun nemenda - kynningarfundur um val á skóla

Innritun nemenda fyrir næsta vetur er nú hafin og er frestur til innritunar til 26. febrúar. Kynningarfundur vegna vals um grunnskóla verður haldinn miðvikudaginn 10. febrúar kl. 20:00-22:00 í sal Lundarskóla. Þar flytja stjórnendur grunnskólanna á Akureyri stuttar kynningar á sínum skólum og tækifæri gefst til fyrirspurna.  Foreldrar barna sem fædd eru árið 2004 eru hvattir til að mæta! Skólarnir verða svo með opið hús kl. 09:00-11:00 fyrir foreldra eftirtalda daga í febrúar: Fimmtudaginn 11. febrúar - Glerárskóli og Lundarskóli Mánudaginn 15. febrúar - Oddeyrarskóli, Brekkuskóli og Giljaskóli Þriðjudaginn 16. febrúar - Síðuskóli og Naustaskóli Hér má nálgast bækling með upplýsingum um skólana og hér má finna umsóknareyðublöð og form til rafrænna umsókna.
Lesa meira

Töpuð myndavél

Á þriðjudaginn sl., 2. febrúar týndist Canon myndavél. Hún er  í eigu Hildar Pétursdóttur, móðir Thelmu Daggar í 1. bekk og eru myndir af Thelmu inni á vélinni. Talið er að hún hafi gleymst í fataklefanum. Ef þið finnið hana megið þið koma henni til ritara skólans.  
Lesa meira

Vantar búning fyrir öskudaginn??

Ágætu foreldrar, Nú styttist í að litlar kynjaverur birtist snemma að morgni á götum bæjarins í öllum regnbogans litum. Öskudagurinn, dagur litadýrðar og gleði er 17. febrúar nk. Minjasafnið á Akureyri, Punkturinn og Grasrót – Iðngarðar ætla að bjóða öllum foreldrum á Akureyri að taka þátt í saumakompu sem starfrækt verður í Zontasalnum Aðalstræti 54 A   laugardaginn 13. febrúar frá kl. 10 – 16. Þar fá foreldrar tækifæri til þess að koma saman og sauma eða breyta fötum fyrir Öskudaginn. Á sama tíma verður trésmíðaverkstæðið í Iðngörðum á Hjalteyragötu 20 (gamli Slippurinn) opið fyrir þá sem þurfa smíða í tilefni af öskudegi og verða smiðir þar öllum til aðstoðar.
Lesa meira

Trúarbragðaþema í 2.-3. bekk

Nemendur í 2.-3. bekk voru að kynna sér hin ýmsu trúarbrögð um daginn. Þau unnu margvísleg verkefni af því tilefni, smíðuðu moskur, prófuðu tilheyrandi klæðnað o.s.frv.  Smellið hér til að sjá nokkrar myndir..
Lesa meira

Hundraðdagahátíðin

Nemendur 1. bekkjar eru búnir að vera að telja skóladagana síðan í haust. Þau hafa haldið nákvæma skrá, fyllt hvern tuginn á fætur öðrum og náttúrulega æft sig að telja í leiðinni.  Á þriðjudaginn var svo einmitt hundraðasti skóladagurinn þeirra og þá héldu þau tilheyrandi hátíð með pompi og prakt.  Smellið hér til að sjá myndir frá hátíðahöldunum...
Lesa meira

Frá Foreldrafélaginu

Kæru foreldrar/forráðamenn barna í Naustaskóla. Á fundi Foreldrafélags Naustaskóla í haust var ákveðið að félagsgjaldið fyrir skólaárið 2009-2010 yrði 2000 krónur á fjölskyldu (eitt gjald fyrir öll börn í sömu fjölskyldu). Athugið að greiðsla í foreldrafélagið er valfrjáls. Tekjum félagsins er varið í þágu barnanna okkar svo sem í skemmtanir, fræðslufyrirlestra, til að styrkja ferðir, til kaupa á búnaði og fleira. Hægt er að greiða inn á reikning félagsins í heimabanka, banka eða í sparisjóðum og er reikningsnúmerið 0565-26-460110 kt. 460110-1140 Nánari uppslýsingar veitir Jón Stefán Baldursson gjaldkeri félagsins í síma 849-7343 eða í tölvupósti á jonstefan@simnet.is Stjórn Foreldrafélags Naustaskóla.
Lesa meira

Febrúarfréttabréfið

Fréttabréf febrúarmánaðar er komið út. Smellið hér...
Lesa meira

Fundur - kynning á rannsókn

"Forysta til náms í nýjum skóla" Sl. haust fór af stað rannsóknar- og þróunarvinna í samvinnu Birnu Maríu Svanbjörnsdóttur, doktorsnema við Menntavísindasvið HÍ, og skólastjórnenda Naustaskóla. Rannsóknin mun standa yfir þriggja ára tímabil og miðar að því að rannsaka hvort ákveðin aðferð forystu stuðli að námssamfélagi, í hverju hún felist og hvernig megi standa að henni. Upplýsinga verður aflað með ýmsu móti, s.s. með viðtölum, vettvangsathugunum, leshringjum, samræðum og niðurstöðum námsárangurs nemenda. Unnið verður að stefnumótun, hugtök skilgreind, sett verða niður viðmið um árangur, þar sem m.a. verður stuðst við niðurstöður úr viðtölum og samræmdum prófum. Ekki verða á neinu stigi rannsóknarinnar einkunnir tengdar einstaklingum eða nafngreindar upplýsingar úr viðtölum. Rannsóknin gagnast skólanum m.a. á þann hátt að skólastjórnendur á mikla endurgjöf frá rannsakanda, gagnlegar spurningar, upplýsingar og leiðbeiningar.  Þriðjudaginn 2. febrúar kl. 17:00-18:00 bjóðum við foreldrum að koma og kynna sér þetta verkefni.  Í framhaldinu mun Birna einnig leita til foreldra til að taka þátt í rýnihópum þar sem leitað verður viðhorfa um ýmislegt sem varðar skólastarfið.  Þarna er því einnig vettvangur til að hafa áhrif á skólann og mótun hans.
Lesa meira

Tannverndarvika 1.-5. febrúar

Lýðheilsustöð stendur fyrir árlegri tannverndarviku 1. - 5. febrúar. Að þessu sinni er lögð áhersla á tannvernd barna. Rannsóknir staðfesta að nú er meira um tannskemmdir hjá börnum og ungmennum á Íslandi en áður. Þessar niðurstöður gefa tilefni til að efla þekkingu og vitund landsmanna á tannheilbrigði og góðum neysluvenjum. Til þess þurfa sem flestir að leggja málinu lið. Með því að smella hér má nálgast upplýsingar um tannburstun sem er auðvitað grundvallaratriði í tannvernd...
Lesa meira

Þjóðfundur um menntamál

Þjóðfundur um menntamál 2010 verður haldinn laugardaginn 13. febrúar kl. 9:30-15:30. Fundurinn er í beinu framhaldi af Þjóðfundi 2009 og byggir á hugmyndafræði hans. Á þjóðfundi um menntamál er ætlunin að stíga markviss skref í átt að mótun stefnu þjóðarinnar í málum er varða menntun íslenskra barna á leik- og grunnskólastigi. Í stuttu máli verður viðfangsefni fundarins þríþætt:
Lesa meira