Fréttir

Samkeppni um gerð jafningjafræðsluefnis

SAFT, ungmennaráð SAFT, Heimili og skóli og Nýherji efna til samkeppni meðal grunn- og framhaldsskólanemenda um gerð jafningjafræðsluefnis sem stuðlar að jákvæðri og öruggri netnotkun. Innsent efni má vera í formi myndbanda, kennslueininga, veggspjalda, handrita af leiknu efni, leikir o.s.frv., en miðað er við að það sé nýtilegt við jafningjafræðslu í grunnskólum landsins. Tekið er við efni bæði frá einstaklingum og bekkjum. Efni þarf að skila inn fyrir 22. janúar 2010 en vinningshafar verða kynntir á alþjóðlega netöryggisdaginn 9. febrúar 2010.
Lesa meira

Fyrsta nemendaráð skólans

Fyrsta nemendaráð Naustaskóla hefur nú verið kjörið eftir æsispennandi kosningabaráttu.  Fulltrúar í nemendaráði eru þau Hrannar Þór (formaður) og Birna María úr 7. bekk, Erna úr 6. bekk, Hermann úr 5. bekk og Freyr úr 4. bekk.  Til vara voru kjörin Kristófer 7. bekk, Daníel 6. bekk, Sandra og Ugla 5. bekk og Katrín 4. bekk.  Hér til hliðar má sjá mynd af nýkjörnu nemendaráðinu. 
Lesa meira

Tónleikar í samverustund

Í samverustund í dag voru tónleikar þar sem nokkrir af nemendum skólans létu ljós sitt skína með hljóðfæraleik.  Það voru þau Katrín, Ágústa, Freyr, Enóla, Agnar og Hermann sem spiluðu fyrir okkur með glæsibrag!  Smellið hér til að sjá myndir..
Lesa meira

Hrekkjavökuballið

7. bekkur stóð fyrir hrekkjavökuballi fyrir aðra nemendur skólans 3. nóvember sl.  Ballið tókst hið besta og var bæði ballhöldurunum og gestunum til sóma.  Hér má nálgast nokkrar myndir frá ballinu
Lesa meira

Nóvemberfréttabréf

Þá er fréttabréf nóvembermánaðar komið út.  Smellið hér til að opna bréfið....
Lesa meira

Kynning á Byrjendalæsi

Þriðjudaginn 10. nóvember kl. 17:30-18:30 verður boðið upp á kynningu fyrir foreldra nemenda í 1.-3. bekk á kennsluaðferðinni Byrjendalæsi.  Byrjendalæsi er kennsluaðferð sem við erum að nota mikið í þessum bekkjum og setur mjög mark sitt á starfið þar.  Meginmarkmið Byrjendalæsis er að börn nái góðum árangri í læsi sem fyrst á skólagöngunni en um leið hentar aðferðin einkar vel til samþættingar og tengsla við hinar ýmsu námsgreinar.
Lesa meira

Foreldrafélag stofnað

Á fundi þann 29. október sl. var Foreldrafélag Naustaskóla stofnað.  Markmið félagsins er að: vera samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í skólanum. efla og tryggja gott samstarf foreldra og starfsfólks skólans. styðja heimili og skóla við að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunarskilyrði. koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skóla- og uppeldismál. standa vörð um réttindi barna til mennta og aukins þroska.  
Lesa meira

Ris og fall skakka turnsins

Nokkrir nemendur í 2. og 3. bekk reistu ógurlegan turn um daginn þegar þau fengu frjálsan tíma.  Þetta var hin veglegasta smíði en því miður höfðum við ekki aðstæður til að leyfa honum að standa lengi.  Það náðust hins vegar myndir af verkinu sem má nálgast hér...
Lesa meira

Hrekkjavökuball

Þriðjudaginn 3. nóvember kl. 17-19 verður hrekkjavökuball í skólanum fyrir 1.-6. bekk.  Það er 7. bekkur sem heldur ballið og er það liður í fjáröflun þeirra fyrir ferð í Skólabúðir í vor. Aðgangseyrir er 500 kr. og er drykkur innifalinn í þeirri fjárhæð. Veitt verða verðlaun fyrir besta búninginn, á staðnum verður draugahús, sjoppa, farið í leiki o.fl. Hér má hins vegar fræðast um hrekkjavökuna....
Lesa meira

Stofnfundur Foreldrafélags Naustaskóla

Fimmtudaginn 29. október verður haldinn stofnfundur Foreldrafélags Naustaskóla kl. 20:00-21:30.  Dagskrá fundarins er sem hér segir: 1. Kynning á tilgangi og markmiðum foreldrafélaga 2. Drög að lögum Foreldrafélags Naustaskóla 3. Kjör stjórnar 4. Tillaga um félagsgjald 5. Umræður / hugmyndir um foreldrastarf við skólann 6. Kynning á agastefnu skólans 7. Umræður og önnur mál Drög að lögum fyrir félagið má nálgast hér en þau bíða svo yfirferðar og mótunar fundarins og nýrrar stjórnar.
Lesa meira