21.10.2009
Í yngri bekkjum skólans er unnið með
kennsluaðferðina "Byrjendalæsi" en meginmarkmið þeirrar aðferðar er að börn nái góðum árangri í læsi sem allra fyrst
á skólagöngu sinni.
Kennsluaðferðin hefur verið mótuð og þróuð við Skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri undir forystu
Rósu Eggertsdóttur. Gengið er út frá því börn þurfi lesefni sem kveikir áhuga þeirra, ýtir undir ímyndunaraflið,
hvetur þau til gagnrýninnar hugsunar og gefur þeim færi á að mynda merkingarbærar tengingar við eigið líf. Því er margs konar
gæðatexti lagður til grundvallar lestrarkennslunni og hann nýttur sem efniviður í vinnu með stafi og hljóð, sem og vinnu með orðaforða,
skilning og ritun af ýmsu tagi. Á vefsíðu Skólaþróunarsviðs er m.a. að finna Byrjendalæsisblaðið en þar má
nálgast ýmsar upplýsingar um aðferðina sem gaman er að kynna sér. Smellið hér til að skoða Byrjendalæsisblaðið...
Lesa meira
14.10.2009
Nú virðist flensan vera að ná fótfestu
á Akureyri þó að við í Naustaskóla sleppum vel enn sem komið er. Rétt er að minna á að foreldrar geta sjálfir
skráð forföll nemenda í gegnum mentor.is. Smellið hér til að
nálgast leiðbeiningar um þetta. Nýjustu fréttir af framgangi flensunnar á Akureyri á hverjum tíma má nálgast á
heimasíðu Heilsugæslunnar http://www.akureyri.is/hak
Lesa meira
14.10.2009
Kynningardagurinn okkar 9. október heppnaðist prýðilega, foreldrar mættu frábærlega og við erum sannarlega heppin að búa að svo
áhugasömum foreldrahóp! Eins og að var stefnt settu foreldrar sig aðeins í spor nemenda með því að byrja daginn "í krók" og koma
svo í samverustund þar sem við sungum að sjálfsögðu hið sívinsæla lag "Mama Pakita" :) Smellið hér til að sjá nokkrar myndir frá samverustundinni en eins og sjá
má fyllti hópurinn "salinn" okkar...
Lesa meira
07.10.2009
Um daginn sátu kennarar í
1.-3. bekk námskeið um notkun námsefnisins "Vinir Zippýs" en það er alþjóðlegt forvarnarefni á sviði geðheilsu, sem fellur
sérlega vel að stefnu skólans og er hugmyndin að nýta það í yngri bekkjunum. Grundvallarhugmyndafræðin á bak við Vinir
Zippýs er einföld: Ef hægt er að kenna ungum börnum að takast á við erfiðleika þá ættu þau að vera betur í stakk
búin að takast á við vandamál og erfiðleika sem þau standa frammi fyrir á unglingsárunum og síðar á lífsleiðinni.
Námsefnið er byggt í kringum sögur sem nefndar eru „Vinir Zippýs“. Zippý er teiknimyndapersóna, nánar tiltekið
skordýr, og vinir hans er hópur af ungum börnum. Í sögunum standa þau frammi fyrir ýmsum aðstæðum sem mörg ung börn þekkja
vel og snerta m.a.: vináttu, samskipti, einmannaleika, einelti, að takast á við breytingar s.s. skilnað foreldra, missi og sorg. Smellið hér til að kynna ykkur efnið nánar!
Lesa meira
09.10.2009
Föstudaginn 9. október ætlum við að kynna skólastarfið aðeins fyrir foreldrum. Þennan dag verður frí í skólanum hjá
nemendum en Frístund opin fyrir nemendur í 1.-4. bekk sem þar eru skráðir. Foreldrum er boðið að mæta í
skólann þennan dag kl. 8 að morgni og setja sig aðeins í spor nemenda. Þeir byrja á að hitta “umsjónarkennarann sinn”,
mæta svo á stutta samveru og hitta skólastjórnendur og fara svo á heimasvæðið með sínu kennarateymi. Áætlað er að
þetta taki um klukkustund og hvetjum við foreldra eindregið til að mæta til að fá kynningu á skólastarfinu og koma sínum sjónarmiðum
á framfæri. Þennan dag býðst foreldrum einnig að fá viðtöl við umsjónarkennara. Þeir sem þess óska eru beðnir um
að hafa samband við viðkomandi kennara með tölvupósti eða símleiðis til að ákveða tímann. Að öðru leyti verður
dagurinn nýttur til umræðna, stefnumótunar og undirbúnings innan skólans. Athugið að hægt er að taka börn með í skólann
þann tíma sem kynningin stendur þó þau verði ekki í Frístund meira þann daginn, ekki þarf að skrá það
sérstaklega.
Lesa meira
13.10.2009
Aðalfundur hverfisnefndar Naustahverfis verður
haldinn þriðjudaginn 13. október kl. 20:00 – 21:30 í Naustaskóla (gengið inn að norðan og fundurinn er á efri hæðinni)
Lesa meira
01.10.2009
SAFT verkefnið og Heimili og
skóli – landssamtök foreldra hafa nú útbúið nýjan bækling með tíu netheilræðum sem dreift verður til barna í
1.‐4. bekk á næstunni. Netheilræðin eiga hins vegar erindi til allra foreldra og má nálgast þau hér..
Lesa meira
01.10.2009
Fréttabréf októbermánaðar er
komið út. Smellið hér.
Lesa meira
22.09.2009
Við minnum á að útivistartíminn frá 1. september til 1. maí fyrir börn 12 ára og yngri (alla nemendur Naustaskóla) er til kl.
20:00. Útivistarreglurnar eru skv. barnaverndarlögum og mega börn ekki vera á almannafæri eftir ofangreindan tíma nema í fylgd með
fullorðnum. Foreldrar og forráðamenn hafa að sjálfsögðu einnig fullan rétt til að stytta þennan tíma...
Lesa meira
22.09.2009
Við minnum á að föstudaginn 25. september er starfsdagur í skólanum og Frístund er lokuð þann dag.
Lesa meira