28.11.2009
Laugardaginn 28. nóvember verður
húsnæði skólans formlega vígt og afhent til notkunar. Af því tilefni verður opið hús í skólanum milli 14 og 17 þar
sem bæjarbúum gefst kostur á að skoða húsnæðið og kynna sér lítillega það sem hér fer fram. 7. bekkur með
fulltingi foreldra mun starfrækja kaffihús og selja drykki og vöfflur á 500 kr. Nemendur 4.-5. bekkja sýna stuttan leikþátt kl. 15 og
skólastjóri verður með stutta kynningu á skólastarfinu kl. 14:30 og 16:00.
Allir velkomnir!
Lesa meira
16.11.2009
Í tilefni af degi íslenskrar tungu kom menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, í stutta heimsókn til okkar. Hún fylgdist m.a.
með þegar nemendur í 7. bekk hófu undirbúning að Stóru upplestrarkeppninni með því að lesa fyrir 1. bekk. Svo vel vildi til að
fyrir valinu varð Þula eftir Theódóru Thoroddsen sem er einmitt langamma Katrínar. Myndir frá upplestrinum má sjá hér.
Lesa meira
15.11.2009
Það var nóg um að vera hjá nemendum 4.-5. bekkjar á föstudaginn, þá héldu þau hátíð vegna loka á
þemaverkefni um pláneturnar. Þau buðu foreldrum í heimsókn og sýndu þeim afrakstur vinnunnar, fóru í spurningakeppni o.fl.
Í leiðinni kynnti Ingibjörg Auðunsdóttir fyrir foreldrum verkefnið "Fágæti og furðuverk". Það er verkefni sem ætlað er til
að hvetja nemendur til lestrar og er einmitt að hefjast hjá nemendum 4.-5. bekkja. Smellið
hér til að sjá myndir frá plánetuhátíðinni, en hér til
að sjá upplýsingar um verkefnið Fágæti og furðuverk.
Lesa meira
11.11.2009
SAFT, ungmennaráð SAFT, Heimili og skóli og
Nýherji efna til samkeppni meðal grunn- og framhaldsskólanemenda um gerð jafningjafræðsluefnis sem stuðlar að jákvæðri og öruggri
netnotkun.
Innsent efni má vera í formi myndbanda, kennslueininga, veggspjalda, handrita af leiknu efni, leikir o.s.frv., en miðað er við að það sé nýtilegt
við jafningjafræðslu í grunnskólum landsins. Tekið er við efni bæði frá einstaklingum og bekkjum. Efni þarf að skila inn fyrir 22.
janúar 2010 en vinningshafar verða kynntir á alþjóðlega netöryggisdaginn 9. febrúar 2010.
Lesa meira
05.11.2009
Fyrsta nemendaráð Naustaskóla hefur
nú verið kjörið eftir æsispennandi kosningabaráttu. Fulltrúar í nemendaráði eru þau Hrannar Þór (formaður) og
Birna María úr 7. bekk, Erna úr 6. bekk, Hermann úr 5. bekk og Freyr úr 4. bekk. Til vara voru kjörin Kristófer 7. bekk, Daníel 6. bekk,
Sandra og Ugla 5. bekk og Katrín 4. bekk. Hér til hliðar má sjá mynd af nýkjörnu nemendaráðinu.
Lesa meira
05.11.2009
Í samverustund í dag voru tónleikar þar sem nokkrir af nemendum skólans létu ljós sitt skína með hljóðfæraleik.
Það voru þau Katrín, Ágústa, Freyr, Enóla, Agnar og Hermann sem spiluðu fyrir okkur með glæsibrag! Smellið hér til að sjá myndir..
Lesa meira
04.11.2009
7. bekkur stóð fyrir hrekkjavökuballi fyrir aðra nemendur skólans 3. nóvember sl. Ballið tókst hið besta og var bæði
ballhöldurunum og gestunum til sóma. Hér má nálgast nokkrar myndir frá ballinu
Lesa meira
02.11.2009
Þá er fréttabréf
nóvembermánaðar komið út.
Smellið hér til að opna bréfið....
Lesa meira
10.11.2009
Þriðjudaginn 10. nóvember kl. 17:30-18:30 verður boðið upp á kynningu fyrir foreldra nemenda í 1.-3. bekk á kennsluaðferðinni
Byrjendalæsi. Byrjendalæsi er kennsluaðferð sem við erum að nota mikið í þessum bekkjum og setur mjög mark sitt á starfið þar.
Meginmarkmið Byrjendalæsis er að börn nái góðum árangri í læsi sem fyrst á skólagöngunni en um leið hentar
aðferðin einkar vel til samþættingar og tengsla við hinar ýmsu námsgreinar.
Lesa meira
01.11.2009
Á fundi þann 29. október sl. var
Foreldrafélag Naustaskóla stofnað. Markmið félagsins er að:
vera samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í skólanum.
efla og tryggja gott samstarf foreldra og starfsfólks skólans.
styðja heimili og skóla við að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunarskilyrði.
koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skóla- og uppeldismál.
standa vörð um réttindi barna til mennta og aukins þroska.
Lesa meira