20.05.2009
Í vetur var ákveðið að leitast
við að þau húsgögn sem kæmu í skólann yrðu að verulegu leyti smíðuð hér á Akureyri, til að stuðla að
atvinnusköpun í bænum. Niðurstaðan var sú að eftir útboð var samið við SS-byggi um smíði á stærstum hluta
þeirra húsgagna sem koma í skólann, þ.e. samtals rúmlega 300 borð, 115 hillur/hirslur af ýmsum gerðum og 20 "fjölnotakassa" sem er
nýjung í húsgagnaflórunni í skólum hérlendis...
Að auki verðum við svo með nóg af sófum, pullum, dýnum, hrúgöldum o.fl. til að leitast við að búa til sem fjölbreyttast
námsumhverfi. Nemendastólarnir koma hins vegar frá Þýskalandi og er þar um að ræða afar vandaða stóla sem komin er
góð reynsla af en þeir eru þeim eiginleikum búnir að fylgja hreyfingum nemenda og liggja þar að baki miklar rannsóknir. Hér má nálgast viðtal við ráðgjafa við hönnun þessara stóla...
Lesa meira
19.05.2009
Naustaskóla hefur verið veittur styrkur úr
Endurmenntunarsjóði grunnskóla að upphæð kr. 378.000.- Styrkur þessi mun koma í afar góðar þarfir við undirbúning
starfsmanna skólans enda er margt sem þarf að fræðast um og mikil vinna framundan við að stilla saman strengi starfsmannahópsins.
Endurmenntunarsjóður veitir samtals tæplega 23 milljónum króna til 113 verkefna þetta árið.
Lesa meira
13.05.2009
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um
störf skólaliða, stuðningsfulltrúa, iðjuþjálfa og forstöðumanns frístundar við Naustaskóla. Umsóknarfrestur um
þessi störf er til 29. maí. Sjá nánar á umsóknavef Akureyrarbæjar
http://akureyri.is/stjornkerfid/auglysingar/
Lesa meira
17.05.2009
Sunnudaginn 17. maí kl. 15-17 verður opið hús í Naustaskóla þar sem foreldrum og nemendum gefst tækifæri til að skoða
húsnæðið í fylgd starfsmanna skólans. Athugið að auðveldasta aðkoman að húsinu er sunnanfrá (frá
Lækjartúni) og gengið er inn í bygginguna um bráðabirgðainngang við suðausturhorn skólans.
Lesa meira
19.05.2009
Kynningarfundur fyrir 1. bekk (árgang
2003), verður haldinn þriðjudaginn 19. maí kl. 17:00 á leikskólanum Naustatjörn. Þar mun skólastjóri kynna skólann
og þann hluta starfsins sem snýr að 1. bekk sérstaklega og tveir af tilvonandi kennurum 1. bekkjar munu ræða málin við nemendur og kynnast
þeim örlítið...
Lesa meira
22.05.2009
Störf skólaritara og umsjónarmanns við
Naustaskóla eru nú laus til umsóknar og er umsóknarfrestur til 22. maí nk. Hægt er að sækja um störfin á umsóknavef Akureyrarbæjar.
Lesa meira
29.04.2009
Ákveðið hefur verið að eldhús
Naustatjarnar muni sjá um matreiðslu fyrir Naustaskóla þangað til við fáum okkar eigið eldhús. Maturinn verður því eldaður
í leikskólanum en síðan fluttur yfir og skammtaður í skólanum. Þar sem ekki er um að ræða matsal í þessum
áfanga byggingarinnar gerum við ráð fyrir að nemendur matist á sínum heimasvæðum. Gera þarf nokkrar breytingar á eldhúsi
Naustatjarnar, bæta við búnaði o.fl. og er unnið að undirbúningi þeirra mála.
Lesa meira
16.04.2009
Ingibjörg S. Ingimundardóttir hefur verið
ráðin skólahjúkrunarfræðingur við Naustaskóla. Ingibjörg er starfandi skólahjúkrunarfræðingur við
Oddeyrarskóla en mun einnig þjóna Naustaskóla í hlutastarfi. Heilsugæslustöðin á Akureyri annast skólahjúkrun og ræður
skólahjúkrunarfræðinga að grunnskólum bæjarins.
Lesa meira
14.04.2009
Á skólanefndarfundi á dögunum var samþykkt að
bæta við einni deild á Naustatjörn en undanfarin misseri hefur leikskólinn ekki annað eftirspurn eftir plássum hér í hverfinu. Fimmta
deildin verður staðsett í húsnæði Naustaskóla, í norð-austur horni skólans við inngang, og fær þar til afnota 58 fm. stofu auk
9 og 18 fm. herbergja. Þá höfum við á prjónunum margvíslegt samstarf milli skólanna á ýmsum sviðum, höfum við sett
á blað drög að samstarfsáætlun milli skólanna þar sem þessum áformum er líst í grófum dráttum, plaggið má sjá hér....
Lesa meira
07.04.2009
Nú eru framkvæmdir í fullum gangi innandyra og húsnæðið farið að taka nokkuð á sig mynd. Það er hins vegar varla boðlegt til
skoðunarferða enn sem komið er og frestast þær því eitthvað enn um sinn. Á meðan má virða fyrir sér myndir af dýrðinni
og má smella hér til að sjá nokkrar myndir af
skólahúsnæðinu eins og það lítur út þessa stundina....
Lesa meira