05.12.2008
Væntanlegir nemendur Naustaskóla sem nú eru á Naustatjörn fylgjast að sjálfsögðu spennt með framkvæmdunum og ímynda sér
hvernig skólinn þeirra verði. Þau hafa heilan vegg á deildinni sinni sem þau kalla "Naustaskólavegginn" en hann er skreyttur myndum af því
hvernig þau sjá skólann fyrir sér, ljósmyndum frá byggingarframkvæmdunum og hugmyndum þeirra um hvað þau muni gera í
skólanum. Smellið hér til að skoða myndirnar.....
Lesa meira
12.11.2008
Naustaskóli verður hverfisskóli íbúa í Naustahverfi en í samræmi við stefnu Akureyrarbæjar eiga foreldrar nokkurt val um skóla
fyrir börn sín. Formleg innritun í grunnskóla fer fram í febrúar/mars ár hvert.
Vegna stefnumótunarvinnu og áætlanagerðar í vetur er hins vegar æskilegt að ljóst verði sem fyrst hvaða
nemendur / hversu margir nemendur koma til starfa í Naustaskóla, og jafnframt hve mikið fækkar í öðrum skólum. Því eru þeir foreldrar
sem gera ráð fyrir að senda börn sín í Naustaskóla beðin um að skrá þau með því að smella á tengilinn
hér til hliðar.
Lesa meira
12.11.2008
Kynningar- og umræðufundur fyrir foreldra barna í Naustahverfi, sem munu eiga börn í 1. – 7. bekk
á næsta skólaári var haldinn í sal Brekkuskóla 2. október. Á fundinum kynnti skólastjóri þá
undirbúningsvinnu sem fram hefur farið, skipulag húsnæðismála, helstu áherslur sem lagt er upp með o.fl. Þá tilnefndu foreldrar
fulltrúa í skólaráð sem mun verða skólastjóra til ráðgjafar við vinnuna framundan. Prýðileg mæting var á
fundinn og eru foreldrar augljóslega áhugasamir um skólann og mótun hans.
Lesa meira
12.11.2008
Ágúst Frímann Jakobsson hefur verið ráðinn skólastjóri Naustaskóla.
Ágúst útskrifaðist sem grunnskólakennari 1995 og með Dipl. Ed. gráðu í stjórnun frá KHÍ 2003. Hann starfaði sem kennari
frá 1995-1998. Var aðstoðarskólastjóri við Grunnskóla Hvammstanga / Grsk. Húnaþings vestra 1998-2002, deildarstjóri við
Giljaskóla 2002-2003, aðstoðarskólastjóri við Brekkuskóla 2003-2006 og skólastjóri við Grsk. Húnaþings vestra frá 2006.
Lesa meira
27.05.2008
Þann 27. maí 2008 var fyrsta skóflustungan tekin að byggingu Naustaskóla. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri Akureyrar, tók
fyrstu skóflustunguna en henni til aðstoðar voru börn á leikskólanum Naustatjörn. Við sama tilefni var undirritaður samningur milli Fasteigna
Akureyrarbæjar og SS Byggir ehf. um byggingu skólans.
Lesa meira