23.06.2009
/*
/*]]>*/
Þá er ráðningum starfsmanna
lokið í þær stöðuheimildir sem eru fyrir hendi næsta vetur. Eins og flestum er kunnugt var lokið við að ráða í
kennarastöður við skólann fyrr í vor en nú nýverið var ráðið í ýmsar aðrar stöður við skólann, voru
þá eftirtaldir ráðnir til starfa og bjóðum við þau velkomin í hópinn;
Aðalheiður Reynisdóttir iðjuþjálfi
Guðrún Huld Gunnarsdóttir skólaritari
Gyða Björk Aradóttir stuðningsfulltrúi
Harpa Hrönn Gunnarsdóttir skólaliði
Harpa Mjöll Hermannsdóttir skólaliði
Hrafnhildur Stefánsdóttir forstöðumaður frístundar
Hugrún H. Sigurbjörnsdóttir skólaliði
Ingólfur Valur Ívarsson umsjónarmaður
Kolbrún Sigurðardóttir skólaliði
Marcela Andrea Ceron skólaliði
Sandra Mjöll Tómasdóttir skólaliði
Heildaryfirlit yfir starfsmenn skólans má sjá hér
Lesa meira
23.06.2009
Nú nýverið var gefin út reglugerð
um heimakennslu á grunnskólastigi en skv. nýjum grunnskólalögum geta foreldrar í vissum tilfellum óskað eftir að fá að annast
sjálfir kennslu barna sinna. Reglugerðin er svohljóðandi;
Lesa meira
11.06.2009
Hverfisnefnd Naustahverfis stendur fyrir
hverfishátíð fimmtudaginn 11. júní nk. kl. 17:00-19:00 í Naustaborgum ofan Sómatúns. Á dagskránni verða þrautir,
leikir, andlitsmálun, hestar, grill o.fl. en auk þess verður opið hús í Naustaskóla kl. 18:30-20:00 þar sem færi gefst á að skoða
húsnæðið. Smellið hér til að sjá auglýsingu um
hátíðina..
Lesa meira
03.06.2009
Afgreiðsla umsókna um stöður ritara og
umsjónarmanns dregst lítillega en umsækjendur um þau störf eiga von á svörum fyrir helgina. Þegar niðurstaða í þeim málum
liggur fyrir hefst vinna við úrvinnslu umsókna um stöður iðjuþjálfa, forstöðumanns frístundar, skólaliða og
stuðningsfulltrúa en ljóst er að sú vinna tekur nokkurn tíma...
Lesa meira
27.05.2009
Töluverður fjöldi umsókna berst um
þau störf sem auglýst eru við skólann. Þannig bárust 22 umsóknir um starf ritara og 19 umsóknir um starf umsjónarmanns við
skólann. Viðtöl vegna þessara starfa eru hafin og gert er ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir í síðasta lagi 3.
júní nk. Í lok vikunnar rennur svo út umsóknarfrestur um fleiri störf við skólann og er stefnt að því að gengið
verði frá ráðningum í þau störf fyrir miðjan júní.
Lesa meira
20.05.2009
Nú liggur fyrir skóladagatal fyrir næsta
vetur og má nálgast það hér. Skólastarf hefst 24. ágúst með
viðtölum umsjónarkennara við nemendur og foreldra. Boðanir í viðtölin munu berast foreldrum snemma í ágúst.
Lesa meira
20.05.2009
Í vetur var ákveðið að leitast
við að þau húsgögn sem kæmu í skólann yrðu að verulegu leyti smíðuð hér á Akureyri, til að stuðla að
atvinnusköpun í bænum. Niðurstaðan var sú að eftir útboð var samið við SS-byggi um smíði á stærstum hluta
þeirra húsgagna sem koma í skólann, þ.e. samtals rúmlega 300 borð, 115 hillur/hirslur af ýmsum gerðum og 20 "fjölnotakassa" sem er
nýjung í húsgagnaflórunni í skólum hérlendis...
Að auki verðum við svo með nóg af sófum, pullum, dýnum, hrúgöldum o.fl. til að leitast við að búa til sem fjölbreyttast
námsumhverfi. Nemendastólarnir koma hins vegar frá Þýskalandi og er þar um að ræða afar vandaða stóla sem komin er
góð reynsla af en þeir eru þeim eiginleikum búnir að fylgja hreyfingum nemenda og liggja þar að baki miklar rannsóknir. Hér má nálgast viðtal við ráðgjafa við hönnun þessara stóla...
Lesa meira
19.05.2009
Naustaskóla hefur verið veittur styrkur úr
Endurmenntunarsjóði grunnskóla að upphæð kr. 378.000.- Styrkur þessi mun koma í afar góðar þarfir við undirbúning
starfsmanna skólans enda er margt sem þarf að fræðast um og mikil vinna framundan við að stilla saman strengi starfsmannahópsins.
Endurmenntunarsjóður veitir samtals tæplega 23 milljónum króna til 113 verkefna þetta árið.
Lesa meira
13.05.2009
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um
störf skólaliða, stuðningsfulltrúa, iðjuþjálfa og forstöðumanns frístundar við Naustaskóla. Umsóknarfrestur um
þessi störf er til 29. maí. Sjá nánar á umsóknavef Akureyrarbæjar
http://akureyri.is/stjornkerfid/auglysingar/
Lesa meira
17.05.2009
Sunnudaginn 17. maí kl. 15-17 verður opið hús í Naustaskóla þar sem foreldrum og nemendum gefst tækifæri til að skoða
húsnæðið í fylgd starfsmanna skólans. Athugið að auðveldasta aðkoman að húsinu er sunnanfrá (frá
Lækjartúni) og gengið er inn í bygginguna um bráðabirgðainngang við suðausturhorn skólans.
Lesa meira