Fréttir

Upplýsingar vegna inflúensu

Sóttvarnarlæknir hefur gefið út svohljóðandi upplýsingar fyrir foreldra og forráðamenn vegna yfirvofandi inflúensufaraldurs: Heimsfaraldur inflúensu A(H1N1)v sem ríður yfir um þessar mundir er tiltölulega vægur og skapar því ekki forsendur fyrir skorðum við skólahaldi. Skólastarf á að geta hafist með eðlilegum hætti næstu daga og vikur þrátt fyrir heimsfaraldur inflúensunnar. En seinna þegar faraldurinn er í hámarki getur þurft að taka afstöðu til þess hvort tilteknir skólar geti haldið áfram starfi vegna mikilla fjarvista nemanda og/eða kennara. Skólastjórnendur vinna í samvinnu við menntamálaráðuneyti að samræmdri viðbragðsáætlun vegna inflúensufaraldurs sem stuðlar að samræmdum aðgerðum skóla um allt land.
Lesa meira

Tímasetningar viðtala

Þriðjudaginn 18. ágúst fá foreldrar tölvupóst frá umsjónarkennara með boðun í viðtal næstkomandi mánudag eða þriðjudag, 24. eða 25. ágúst.  Tímasetningar viðtalanna má einnig nálgast hér.  Vinsamlegast hafið samband ef slíkur póstur berst ekki.... Foreldrar eru beðnir um að fylla út neyðarkort og koma til skólans, t.d. um leið og mætt er í viðtölin. Neyðarkortin má nálgast hér á pdf-formi og  hér sem word skjal.
Lesa meira

Fréttabréf komið út

Komið er út fréttabréf ágústmánaðar.  Smellið hér til að opna bréfið...
Lesa meira

Fékkst þú tölvupóst?

Foreldrum innritaðra barna í skólann ætti nú að hafa borist tölvupóstur þar sem beðið er um upplýsingar varðandi skráningar í skólavistun, innkaup námsgagna o.fl. Ef þú ert foreldri væntanlegs nemanda í Naustaskóla en hefur ekki borist slíkur póstur skaltu endilega hafa samband við okkur með tölvupósti (naustaskoli@akureyri.is) eða í síma 460-4100.
Lesa meira

Þetta potast..... :)

Eins og glöggt má sjá eru enn nokkur handtök eftir við húsnæði og lóð áður en skólinn getur talist tilbúinn. Allt á þetta þó að hafast í tæka tíð enda gert ráð fyrir að kraftur verði í framkvæmdunum næstu tvær vikurnar. Búnaður af ýmsu tagi er nú að streyma í húsið, stjórnendur og húsvörður eru komin til starfa, kennarar, ritari og iðjuþjálfi mæta mánudaginn 10. ágúst og viku síðar, 17. ágúst, verða allir starfsmenn skólans komnir í húsið.  Leikskóladeildin Fífilbrekka hefur starfsemi á afmælisdegi Naustatjarnar 18. ágúst og Naustaskóli tekur svo formlega til starfa 24. ágúst.  Foreldrum berast nánari upplýsingar um skólabyrjunina á næstu dögum. 
Lesa meira

Við erum komin með síma...!!

Þá er kominn sími í húsið og stjórnendur og húsvörður komin til starfa. Svo fáum við kannski netsamband líka bráðum :) Símanúmer skólans er 460-4100. Smellið hér til að sjá nánar símaskrá skólans...
Lesa meira

Innkaup námsgagna

/* /*]]>*/ Gert er ráð fyrir að námsgögn fyrir nemendur s.s. stílabækur o.þ.h. verði keypt í magninnkaupum á vegum skólans og foreldrar svo rukkaðir fyrir kostnaðinum. Þetta er gert til þæginda en einnig til að ná fram magnafsláttum.  Áætlað er að kostnaður pr. nemanda í 1.-3. bekk verði um 3500 kr. og þurfa þá foreldrar ekkert að versla til skólans fyrir börn sín nema litla skólatösku og íþróttafatnað (stuttbuxur, bol og sundföt). Í 4.-7. bekk er gert ráð fyrir að kostnaður pr. nemanda verði um 3000 kr. en þar útvegi nemendur/foreldrar sjálfir skriffæri, strokleður, reglustiku og vasareikni auk tösku og íþróttafatnaðar.  Ef einhverjir foreldrar óska samt sem áður eftir því að kaupa gögn fyrir sín börn eru viðkomandi beðnir um að snúa sér til skólans til að fá innkaupalista.
Lesa meira

Bækur óskast...!!

Eins og gefur að skilja er margt sem þarf í einum skóla og sumt tekur nokkurn tíma að byggja upp, má þar nefna gott skólabókasafn.  Amtsbókasafnið mun aðstoða okkur við að koma upp nokkrum bókakosti til að byrja með en einnig biðjum við velunnara skólans að hafa augun opin fyrir því hvort á heimilum kunna að leynast bækur sem ekki eru notaðar en gætu gagnast á skólasafni, allar slíkar gjafir eru afar vel þegnar.  Þá má einnig nefna að leikföng, kubbar, búningar og fleira af því tagi getur hæglega nýst frístund skólans....
Lesa meira

Enn fjölgar nemendum...

Nemendahópurinn er enn að stækka og stefnir nú yfir 150 nemendur.  Ef enn eru einhverjir að velta fyrir sér flutningi í hverfið og skólavist næsta vetur er brýnt að viðkomandi hafi samband við skólastjóra sem allra fyrst svo unnt sé að endurskoða áætlanir í samræmi við aukinn fjölda nemenda. 
Lesa meira

Drög að starfsáætlun

Nú eru komin á netið drög að starfsáætlun þar sem finna má ýmsar upplýsingar um skólann.  Smellið hér til að skoða skjalið...
Lesa meira