02.02.2009
Á fundi skólaráðs þann
29. janúar sl. var m.a. fjallað um skólatíma Naustaskóla og með hliðsjón af niðurstöðum könnunar meðal foreldra var
ákveðið að skóli skyldi hefjast kl. 8:15 að morgni. Þá var einnig ákveðið að skólaráð komi til með að taka
þátt í vali á starfsmönnum skólans. Fundargerð fundarins í heild sinni má nálgast hér.....
Lesa meira
26.02.2009
/*
/*]]>*/
Nú hefur verið opnað fyrir
umsóknir um störf kennara og deildarstjóra við Naustaskóla. Umsóknarfrestur er til 26. febrúar. Önnur störf við skólann verða
auglýst í marsmánuði.
Ráðið verður í störf kennara og deildarstjóra frá 1. ágúst nk.
Deildarstjóri mun starfa náið með skólastjóra að stjórnun og stefnumótun skólans og verða staðgengill hans auk þess
að sinna kennslu. Æskilegt er að deildarstjóri hafi menntun eða reynslu á sviði stjórnunar.
Kennarar við skólann verða um 10 talsins. Nauðsynlegt er að flestir þeir sem ráðnir verða geti annast jafnt bóklega kennslu sem kennslu í
einhverri list- eða verkgrein, íþróttum eða sérkennslu. Umsækjendur eru beðnir um að gera vandlega grein fyrir sérþekkingu sinni eða
hæfni í umsókninni.
Kennarar munu starfa í teymum og þurfa því að hafa til að bera framúrskarandi samskiptahæfni og áhuga á að starfa náið
með öðru fólki. Kennsluréttindi á grunnskólastigi eru nauðsynleg og brennandi áhugi á skólastarfi og skólaþróun
er algjört skilyrði.
Lesa meira
21.01.2009
Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér nánar jákvæðan aga (positive discipline) má benda á myndböndin hér að
neðan:
Um jákvæðan aga:
Um bekkjarfundi:
Lesa meira
20.01.2009
Nú hafa 118 nemendur verið forskráðir í skólann og skiptast þeir þannig á árganga:
1. bekkur (f. 2003); 27 nemendur
2. bekkur (f. 2002); 23 nemendur
3. bekkur (f. 2001); 19 nemendur
4. bekkur (f. 2000); 12 nemendur
5. bekkur (f. 1999); 13 nemendur
6. bekkur (f. 1998); 15 nemendur
7. bekkur (f. 1997); 9 nemendur
Formleg innritun hefst nú í byrjun febrúar og verður auglýst nánar þá, gert er ráð fyrir að frestur fyrir foreldra til að
innrita börn sín verði til 26. febrúar.
Lesa meira
19.01.2009
Kynningarfundir fyrir foreldra voru haldnir dagana 13. og 14. janúar. Foreldrar voru áhugasamir og mættu samtals liðlega 90 foreldrar á fundina. Rætt var um
drög að stefnu skólans og virðist almennt góður samhljómur í sjónarmiðum innan foreldrahópsins. Á fundunum kom fram tillaga um
að haldnir yrðu kynningarfundir fyrir verðandi nemendur skólans og mun orðið við því á næstu vikum.
Lesa meira
06.01.2009
Umræðu- og kynningarfundir með foreldrum verðandi nemenda í Naustaskóla verða haldnir sem hér segir:
Verðandi 1. bekkur (árg. 2003) þriðjudaginn 13. janúar kl. 17:30-19:00
Verðandi 2.-3. bekkur (árg. 2001-2002) þriðjudaginn 13. janúar kl. 20:00-21:30
Verðandi 4.-5. bekkur (árg. 1999-2000) miðvikudaginn 14. janúar kl. 17:30-19:00
Verðandi 6.-7. bekkur (árg. 1997-1998) miðvikudaginn 14. janúar kl. 20:00-21:30
Á fundunum verður rætt um stefnu skólans og leitast við að svara þeim spurningum sem brenna á foreldrum.
Fundirnir eru haldnir í leikskólanum Naustatjörn.
Athugið að foreldrar eru ekki bundnir af tímunum hér að ofan, t.d. eru foreldrar nemanda í 1. bekk velkomnir kl. 20 ef það hentar betur. Ofangreind
skipting er fyrst og fremst hugsuð til minnka hópana til að auðvelda umræður og skoðanaskipti.
Með von um að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Lesa meira
06.01.2009
Nú liggja fyrir niðurstöður
viðhorfakönnunar meðal foreldra. Könnunin var opin frá 19. desember til 7. janúar og var svörun góð því að svör bárust
frá um 90% þeirra heimila sem skráð hafa börn í skólann. Foreldrum er því þökkuð góð þátttaka og
greinargóð svör og ábendingar. Niðurstöður könnunarinnar verða notaðar til að útfæra stefnu skólans, til nánari
umræðna og til ákvarðanatöku varðandi skólatíma og skóladagatal svo eitthvað sé nefnt. Smellið hér til að sjá niðurstöður könnunarinnar....
Lesa meira
19.12.2008
Athygli er vakin á að nokkuð af nýju efni er komið inn á vefinn undir tenglinum "skólinn" hér að ofan.
Lesa meira
19.12.2008
Foreldrar sem skráð hafa börn sín í
skólann eiga nú að hafa fengið í tölvupósti tengil á stutta könnun. Ef þú átt skráð barn en hefur ekki
fengið slíkan póst skaltu endilega hafa samband.... agust@akureyri.is
Lesa meira
11.12.2008
Fyrsta fréttabréf skólans er komið út en þar er m.a. gerð
grein fyrir hugmyndum að kennsluskipan í skólanum, uppeldisstefnu o.fl. Smellið hér til
að opna fréttabréfið...
Lesa meira