Fréttir

1. bekkur á álfaslóðum

Krakkarnir í 1. bekk hafa undanfarið verið að vinna verkefni sem fjalla um álfa og huldufólk.  Um daginn brugðu þau sér í gönguferð og þá vildi hið ótrúlega til að þau fundu alklæðnað af álfi við stóran stein hér í hverfinu. Og ekki nóg með það heldur fengu þau líka bréf frá honum Fróða Naustálfi sem býr víst hérna í nágrenninu.  Svona getur nú ýmislegt gerst í 1. bekk!  Hér má sjá myndir úr gönguferðinni og frá því þegar krakkarnir voru að segja skólastjóranum frá þessu öllu saman og sýna fötin og bréfið...
Lesa meira

Strengjakvartett í heimsókn

Meðlimir úr Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heiðruðu okkur með nærveru sinni á dögunum, spiluðu ýmis lög fyrir krakkana sem skemmtu sér hið besta.  Smellið hér til að sjá nokkrar myndir..
Lesa meira

Snillingarnir - námskeið

/* /*]]>*/ Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar og ADHD samtökin í samvinnu við Þroska- og hegðunarstöð HH bjóða börnum með ADHD að taka þátt í námskeiði til að efla færni á ýmsum sviðum. Námskeiðið er fyrir börn fædd árið 2000 og 2001 og eru 6 börn í hverjum hóp. Áhersla er lögð á að auka færni barna í félagslegum samskiptum, skapstillingu, sjálfsstjórn og að bæta athyglisgetu þeirra. Hópurinn hittist tvisvar í viku 1 og 1/2 tíma í senn, í 5 vikur (10 skipti alls) með tveimur þjálfurum.
Lesa meira

Fyrsta fréttabréf ársins 2010

Fyrsta fréttabréf ársins er komið út, smellið hér til að opna það....
Lesa meira

Stundaskrár og viðtalstímar

Nú byrjar ballið aftur hjá okkur eftir gott frí. Eins og foreldrum var tjáð með tölvupósti á dögunum verða lítilsháttar stundaskrárbreytingar hjá okkur nú um áramót, sem felast í því að skóladagurinn "þjappast" dálítið og kennslu lýkur því aðeins fyrr á daginn en fyrir áramótin.  Nýjar stundaskrár má nálgast hér. Á föstudaginn er viðtalsdagur, þá mæta foreldrar og nemendur til viðtals við umsjónarkennara, smellið hér til að sjá viðtalstímana..
Lesa meira

Muna leiðsagnarmatið!

Við minnum nemendur og foreldra á leiðsagnarmatið, það er notalegt að setjast saman við tölvuna í fríinu og skoða hvernig hefur gengið í haust, er eitthvað sem þið viljið leggja áherslu á, hvað hefur gengið vel, hvað mætti ganga betur, hverju viljið þið koma á framfæri við umsjónarkennara í viðtali 8. janúar... o.s.frv..??? Leiðbeiningar fyrir matið má nálgast hér.
Lesa meira

Gleðileg jól!

 Kæru nemendur, foreldrar og starfsfólk við Naustaskóla.  Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári! Til að efla jólaskapið er tilvalið að kíkja á helgileik 4.-5. bekkjar frá því á litlu jólunum;
Lesa meira

Snjókorn falla

Á jólaþemadögunum var eitt verkefnið hjá krökkunum að syngja, leika og búa til tónlistarmyndband við lagið Snjókorn falla. Útkoman varð hið skemmtilegasta myndband og má sjá afraksturinn með því að smella hér að neðan;
Lesa meira

Litlu jólin

Litlu jólin í Naustaskóla eru föstudaginn 18. desember og eftir þau hefst jólafrí! Skólatími hjá nemendum 18. des er kl. 9:30-12:00, þá er matur og svo opnar Frístund fyrir þá sem þar eru skráðir. Skólinn opnar kl. 7:45 eins og venjulega og nemendur geta mætt þá í gæslu til 9:30. Á litlu jólunum verða nemendur með umsjónarkennurum fram eftir morgni en svo komum við saman við jólatréð, syngjum saman, höfum helgileik, danssýningu o.fl. Kennsla að loknu jólaleyfi hefst þriðjudaginn 5. janúar skv. stundaskrá.
Lesa meira

Jólaþemadagar tókust vel!

Á jólaþemadögum 9.-11. desember unnu nemendur í 7 hópum en í hverjum og einum hóp voru krakkar úr öllum árgöngum skólans.  Þetta tókst stórvel, þau eldri aðstoðuðu hin yngri (og stundum auðvitað öfugt) og allir virtust njóta fjölbreytninnar í hópunum.  Verkefnin voru líka margvísleg en áttu það flest sameiginlegt að tengjast jólunum á einhvern hátt.  Foreldrar hafa kannski orðið varir við glimmer á heimilum sínum upp á síðkastið en það er óhætt að segja að "glimmerstigið" í skólanum hafi risið ákaflega síðustu daga...   Smellið hér til að skoða nokkrar myndir frá jólaþemadögunum.
Lesa meira