14.12.2009
Nemendur í 2.-3. bekk nýttu sér snjóinn um daginn og skelltu sér í Jólasveinabrekkuna einn morguninn með sleða, þotur og hvaðeina
sem runnið gat, kakó og nesti. Eins og að líkum lætur reyndist þetta hin prýðilegasta skemmtun og komu allir sælir á svip heim
aftur,en myndirnar segja auðvitað meira en þúsund orð...
Lesa meira
02.12.2009
Á vef Námsgagnastofnunar er að finna
skemmtilegt jóladagatal sem snýst um að leysa eina stærðfræðiþraut á hverjum degi fram til 18. desember. Þrautirnar ættu að henta
sérstaklega nemendum á miðstigi grunnskóla en það er auðvitað skemmtilegt fyrir alla að spreyta sig á þeim. Smellið hér til að opna dagatalið...
Lesa meira
02.12.2009
Fréttabréf desembermánaðar er komið
út. Smellið hér til að opna bréfið...
Lesa meira
01.12.2009
Við Naustaskóla er laust til umsóknar starf
skólaliða. Starf skólaliða er fjölbreytt og felur í sér gæslu og aðstoð við nemendur í starfi og leik á vegum skólans,
störf í Frístund (síðdegisgæslu), við matarafgreiðslu, ræstingar o.fl.
Leitað er að aðila sem:
Hefur áhuga á og reynslu af að starfa með börnum og á auðvelt með samskipti við börn.
Hefur til að bera góða samskiptahæfni.
Getur unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði.
Hefur áhuga á að taka þátt í mótun nýs skóla og er tilbúinn til að taka að sér fjölbreytt verkefni.
Lesa meira
30.11.2009
Húsnæði skólans var formlega vígt laugardaginn 28. nóvember. Fulltrúi verktaka afhenti veglegan lykil sem gekk til bæjarstjóra,
þaðan til formanns skólanefndar og loks til skólastjóra. Nemendur léku og sungu, 7. bekkur starfrækti kaffihús og skólinn var opinn til
skoðunar fyrir bæjarbúa og margir nýttu sér það. Skólanum barst töluvert af gjöfum og góðum kveðjum sem við
þökkum fyrir og gleðjumst yfir, þetta var hinn ánægjulegasti dagur. Smellið
hér til að sjá myndir frá vígsluhátíðinni..
Lesa meira
27.11.2009
Laugardaginn 28. nóvember er haldið upp á byggingu fyrri áfanga Naustaskóla með formlegri vígslu húsnæðisins. Undirbúningur að
byggingu grunnskóla í Naustahverfi hófst í byrjun árs 2006. Fengnir voru til samstarfs fulltrúar ýmissa hópa úr samfélaginu
í hugarflugsvinnu og leitaðist vinnuhópurinn við að tengja saman í eina heild skipulag skólastarfsins, hönnun byggingar og þátttöku
grenndarsamfélags í námi og starfi nemenda. Skýrsla vinnuhópsins var grundvöllur hönnunarforsagnar fyrir skólabygginguna en niðurstaða hans
var var að við hönnun skólans skyldi horfa til þess að húsnæðið hentaði skólastarfi sem miðar að einstaklingsmiðuðu
námi og var horft m.a til Ingunnarskóla í Reykjavík. Hugmyndafræðin felst í því að hugsa nútímalega og til
framtíðar og vera óhrædd við að brjóta aldagamlar hefðir. Lögð var áhersla á að tengja skólastarfið við
atvinnulífið og það sem er að gerast í samfélaginu og nýta upplýsingatækni eins og kostur er. Við hönnunina var m.a. lögð
áhersla á eftirfarandi atriði:
Lesa meira
26.11.2009
Vikan 23. -27. nóvember er eldvarnarvika, þá mæta slökkvilið landsins gjarnan í heimsóknir til 3ju bekkja grunnskólanna og fræða
þau um hvaðeina sem viðkemur eldvörnum. Við fengum heimsókn á þriðjudaginn sem endaði með því að slökkvibíllinn var
skoðaður í krók og kring... kannski eru einhverjir upprennandi slökkviliðsmenn í hópnum.
Lesa meira
26.11.2009
Gerður Kristný, rithöfundur, heimsótti okkur í vikunni og hitti nemendur í 1.-5. bekk. Hún sagði krökkunum frá sjálfri
sér og bókunum sínum, og las upp úr nýjustu bók sinni sem heitir Prinsessan á Bessastöðum. Þetta var hin skemmtilegasta uppákoma
og ekki annað að sjá en krakkarnir skemmtu sér hið besta...
Lesa meira
24.11.2009
Óhætt er að segja að nemendur skólans hafa brallað margt og mikið á síðustu dögum. Þau hafa t.d. verið
dugleg við eldfjallasmíði, í dansi, í teiknun og að sjálfsögðu í matartímum. Stórglæsilegir krakkar alveg hreint
og er því tilvalið að láta nokkrar myndir fylgja. Hér er hægt að sjá myndir af 6.-7. bekk í
danstíma oghér eru
ýmsar myndir frá skólastarfinu.
Lesa meira
28.11.2009
Laugardaginn 28. nóvember verður
húsnæði skólans formlega vígt og afhent til notkunar. Af því tilefni verður opið hús í skólanum milli 14 og 17 þar
sem bæjarbúum gefst kostur á að skoða húsnæðið og kynna sér lítillega það sem hér fer fram. 7. bekkur með
fulltingi foreldra mun starfrækja kaffihús og selja drykki og vöfflur á 500 kr. Nemendur 4.-5. bekkja sýna stuttan leikþátt kl. 15 og
skólastjóri verður með stutta kynningu á skólastarfinu kl. 14:30 og 16:00.
Allir velkomnir!
Lesa meira