Fréttir

Þjóðdansar og þjóðbúningar

Í tilefni af fullveldisdeginum um daginn fengum við hann Gunnar skólaliða og Margréti konuna hans, til að vera með smá þjóðbúningakynningu og þjóðdansakennslu fyrir okkur.  Þetta tókst hið besta og var bæði skemmtilegt og fræðandi fyrir börn og fullorðna.  Smellið hér til að sjá nokkrar myndir frá þessu...
Lesa meira

Leiðsagnarmat

Nú höfum við opnað fyrir innslátt á leiðsagnarmati í mentor.  Við biðjum foreldra um að setjast með börnum sínum við tölvuna og leggja sameiginlega mat á hvernig hefur gengið það sem af er vetri, hvort eitthvað megi betur fara og hvort einhverju þurfi að koma á framfæri við kennara.  Mælst er til þess að þessu sé lokið fyrir 15. desember.  Kennarar leggja á sama hátt mat á haustönnina og að því búnu geta foreldrar nálgast sameiginlegt mat á mentor.is  Athugið að til að nálgast leiðsagnarmatsformið þarf að fara inn á vefinn með aðgangi nemendanna sjálfra.   Leiðbeiningar fyrir þetta má nálgast hér.
Lesa meira

Foreldranámskeið um Jákvæðan aga

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á foreldranámskeið um jákvæðan aga í janúarmánuði.  Um verður að ræða tveggja kvölda námskeið sem haldið verður í samstarfi Naustaskóla, Naustatjarnar, Glerárskóla og Hrafnagilsskóla og mun það verða opið foreldrum barna úr öllum skólunum.  Á námskeiðinu verður hugmyndafræði stefnunnar miðlað til foreldra og kynntar leiðir til að hagnýta aðferðir jákvæðs aga í uppeldinu heima fyrir.  Til að kanna áhuga biðjum við áhugasama um að forskrá sig með því að smella hér en síðan verður haft samband við hina áhugasömu í byrjun janúar. 
Lesa meira

Fréttabréf desembermánaðar

Desemberfréttabréfið er komið út og má nálgast það hér..
Lesa meira

Íslandsklukkan 10 ára - 1. desember 2010

Í tilefni af fullveldisdeginum og áratugaafmælis Íslandsklukkunnar, útilistaverks eftir Kristinn E. Hrafnsson við Sólborg, er öllum grunnskólanemendum og fjölskyldum þeirra boðið að heimsækja Háskólann á Akureyri  þann 1. desember. Dagskráin er sem hér segir:
Lesa meira

Félagsstarf nemenda

Gert er ráð fyrir því að með tíð og tíma verði starfrækt félagsmiðstöð í Naustaskóla.  Núna fyrstu árin þurfa unglingarnir okkar hins vegar að mestu leyti að sækja slíka þjónustu til annarra félagsmiðstöðva í bænum.  8. bekkur fór í heimsókn um daginn og kynnti sér aðstöðuna í félagsmiðstöðinni Tróju en hún stendur þeim opin sem og aðrar félagsmiðstöðvar í bænum.  Gert er ráð fyrir að frá og með áramótum verði bætt við starfsmanni í hlutastarf hjá Tróju sem hafi m.a. það hlutverk að annast tengsl við Naustaskóla, sjá um mánaðarleg opin hús fyrir miðstig skólans o.fl.  Smellið hér til að sjá frekari upplýsingar um Tróju...
Lesa meira

Nýr inngangskafli aðalnámskrár

Í drögum að aðalnámskrá grunnskóla sem birt voru á vefsíðu menntamálaráðuneytisins í júlí 2010, er að finna nánari útfærslu á ákvæðum laga og reglugerða um nám og kennslu í grunnskóla. Í námskránni er meðal annars að finna almenna umfjöllun um hlutverk grunnskólans, inntak og skipulag náms og áhersluþætti í aðalnámskrá. Frestur til að skila inn athugasemdum rann út 1. nóvember 2010. Verið er að vinna úr innsendum athugasemdum og verða endurskoðuð drög birt á vefsvæði ráðuneytisins.Á vefsíðu ráðuneytisins http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/drog-ad-nyjum-namskram/ eru nú birt til umsagnar drög að sameiginlegum inngangskafla fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þar er fjallað um hlutverk aðalnámskrár, almenna menntun og gæðaeftirlit. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 20. desember 2010.
Lesa meira

Byrjendalæsisblaðið

Öðru hverju gefur Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri út blað sem tileinkað er innleiðingu kennsluaðferðarinnar Byrjendalæsi.  Nú er komið út nýtt eintak af Byrjendalæsisblaðinu og má nálgast það með því að smella hér...
Lesa meira

Ýmsar uppákomur

Undanfarnar vikur er margt búið að gera og hafa gaman. Hæfileikakeppni, uppákomur á samveru og skólaball. Hægt er að skoða myndir hér
Lesa meira

Stjörnuskoðunarnámskeið fyrir börn

Um daginn var Galileo-sjónaukum dreift í alla grunnskóla á Norðurlandi í viðleitni til að efla áhuga barna á stjörnuskoðun og vísindum. Í framhaldi af því mun Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness standa fyrir krakkanámskeiði um stjörnuskoðun næstkomandi laugardag. Námskeiðið er hugsað fyrir börn í 1. – 7. bekk sem hafa áhuga á stjörnufræði og stjörnuskoðun. Það verður haldið í Menntaskólanum á Akureyri (í Kvosinni) laugardaginn 13. nóvember kl. 11:30-13:50 og námskeiðsgjald er 3000 krónur. Gert er ráð fyrir að eitt foreldri fylgi barni sínu á námskeiðið. Allar frekari upplýsingar má finna hér:  http://www.astro.is/namskeid/krakka en athugið að eftir á að breyta tímasetningu á vefsíðunni, rétt tímasetning er kl. 11:30-13:50.  Leitast er við að fræða á lifandi og skemmtilegan hátt með hjálp myndefnis, tækja og tóla og farið verður í stjörnuskoðun um kvöldið ef veður leyfir.
Lesa meira