Fréttir

Fréttabréf / matseðill aprílmánaðar

Fréttabréf aprílmánaðar er nú aðgengilegt hér...
Lesa meira

1. apríl !

Margir voru gabbaðir í tilefni 1. apríl í Naustaskóla.  Allflestir nemendur skólans létu glepjast af tilkynningum um "páskaeggjaleit" og var mikið leitað á skólalóðinni í hádeginu.  Starfsmenn féllu sumir fyrir fundarboði sem þeir fengu í tölvupósti og var einnig birt á heimasíðu skólans en þar var að finna svohljóðandi tilkynningu: "Fram eru komnar mjög róttækar hugmyndir um sameiningu Naustaskóla, Naustatjarnar og Kjarnalundar, sem miða að því að búa til algjörlega einstaka stofnun á landsvísu í tilraunaskyni.  Þessar hugmyndir ganga út á mun meiri aldursblöndun en við höfum áður reynt, þar sem allt starf í stofnuninni mun fara fram í aldursblönduðum hópum með mjög breiðu bili, þar sem hugmyndin er að hinir eldri annist og fræði hina yngri - og öfugt, auk þess sem ætlunin er að ná fram gríðarlegum sparnaði í starfsmannahaldi.  Af þessu tilefni er boðað til kynningarfundar í Naustaskóla föstudaginn 1. apríl kl. 15:00 á sal skólans. Til fundarins mæta fulltrúar bæjarstjórnar og ráðgjafafyrirtækisins pWC sem hefur unnið að útfærslu tillagnanna. Allir velkomnir!"
Lesa meira

Foreldrasamtökin Heimili og skóli auglýsa:

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, verða afhent í 16. sinn við athöfn í  Þjóðmenningarhúsinu þriðjudaginn 24. maí næstkomandi.   Óskað er eftir tilnefningum til Foreldraverðlauna 2011 frá einstaklingum, félögum eða hópum sem vilja vekja athygli á vel unnum verkefnum, sem stuðla að eflingu á skólastarfi og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins.  Með afhendingu verðlaunanna er vakin eftirtekt á því fjölbreytta starfi sem fer fram innan leik- grunn- og framhaldsskóla og stuðlar að því að efla jákvætt og öflugt samstarf heimila, skóla og samfélagsins.   Fólk er hvatt til að líta eftir og tilnefna verðug verkefni í sínu nærumhverfi.  Tilnefningar sendist á rafrænan hátt með því að fylla út eyðublað á heimasíðu Heimilis og skóla www.heimiliogskoli.is. Síðasti skiladagur tilnefninga er fimmtudagur 28. apríl 2011.  Nánari upplýsingar um Foreldraverðlaunin er að finna á heimasíðu samtakanna www.heimiliogskoli.is. Einnig eru veittar upplýsingar á skrifstofu samtakanna í síma 516 0100.
Lesa meira

Útivistardagur Naustaskóla

Þann 23. mars var útivistardagur hjá okkur í Naustaskóla og allir nemendur skólans skelltu sér upp í Hlíðarfjall og renndu sér af mikilli list.  Dagurinn tókst vel enda var veðrið hreint prýðilegt.  Nemendur okkar voru til hreinnar fyrirmyndar og ljóst að það er margt um hæfileikamanninn á þessu sviði meðal nemenda og starfsmanna Naustaskóla.  Smellið hér til að sjá nokkrar myndir úr fjallinu..
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin - úrslitakeppni 2011

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2011 var haldin miðvikudaginn 23. mars síðastliðinn.  Keppnin var haldin í sal Menntaskólans að viðstöddu fjölmenni. Þarna voru mættir til leiks fulltrúar 7. bekkinga úr öllum grunnskólunum á Akureyri. Fyrir hönd Naustaskóla kepptu þeir Magnús Geir og Jakob Gísli en keppendur voru alls 17 í ár og stóðu þeir sig allir með miklum sóma. Sigurvegarar þetta árið voru Fannar Már Jóhannsson nemandi í Lundarskóla í 1. sæti, Kristrún Jóhannesdóttir Síðuskóla í 2. sæti og Urður Andradóttir úr Lundarskóla 3. sæti. Smellið hér til að sjá myndir frá hátíðinni..
Lesa meira

Útivistardagur

Miðvikudaginn 23. mars 2011 er áætlað að allur skólinn fari í Hlíðarfjall til að njóta samveru og útiveru. Þeim nemendum sem ekki geta farið í fjallið af einhverjum ástæðum  verður boðið upp á afþreyingu í skólanum. Nemendur mæta eins og venjulega kl. 8:10 Farið verður frá skólanum sem hér segir: 4.-8 bekkur kl. 08:20   en  1.-3. bekkur kl. 09:00 Lagt verður af stað úr Hlíðarfjalli sem hér segir:1. – 3. bekkur kl. 11:20  en   4.-8. bekkur kl. 12:00 Þegar komið er í skóla aftur verður matur samkvæmt venju og eftir það er skóladeginum lokið nema að valgreinar hjá 8. bekk verða skv. stundaskrá.  Nemendur í 1.-3. bekk fara heim eða í Frístund kl. 12:15.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin - undankeppni

Þann 16. mars héldum við Stóru upplestrarkeppnina í 7. bekk Naustaskóla.  Þar spreyttu nemendur 7. bekkjar sig á upplestri á sögu og ljóðum við hátíðlega athöfn frammi fyrir áheyrendum og dómnefnd. Stóðu sig allir með prýði en að lokum voru þeir Trausti og Jakob valdir sem fulltrúar skólans í lokakeppninni sem haldin verður í MA þann 23. mars.  Benni og Magnús urðu fyrir valinu sem varamenn.  Smellið hér til að sjá myndir frá keppninni..
Lesa meira

Fræðslunámskeið fyrir foreldra barna/unglinga með ADHD

ADHD samtökin ætla að halda námskeið fyrir foreldra barna og unglinga með ADHD á laugardögum í mars- og aprílmánuði. Fyrsta námskeiðið er laugardaginn 12. mars.  Námskeiðin eru haldin í Reykjavík en einnig í gegnum fjarfundabúnað í Háskólanum á Akureyri ef næg þátttaka fæst.  Nánari upplýsingar má fá á vefsíðu ADHD samtakanna http://www.adhd.is/ eða með því að smella hér fyrir neðan: Upplýsingar um námskeið fyrir foreldra 6-12 ára barnaUpplýsingar um námskeið fyrir foreldra 13-18 ára unglinga
Lesa meira

Fréttabréf marsmánaðar

Fréttabréf marsmánaðar er komið út.  Smellið hér til að opna fréttabréfið...
Lesa meira

Árshátíð - myndir

Árshátíð skólans var haldin 24. febrúar sl. og tókst svona líka glimrandi vel.  Nær allir nemendur skólans stigu á stokk og létu ljós sitt skína í hinum ýmsu uppfærslum.  1. bekkur sýndi leikrit um Bakkabræður, 2. og 3. bekkur sýndi leikrit sem byggt var á bókinni Í Unugötu, 4.-5. bekkur gerðu landnáminu skil, 6.-7. bekkur settu upp Ávaxtakörfuna og 8. bekkur sýndi frumsamið sakamálaleikrit.  Hér má sjá myndir frá árshátíðinni...
Lesa meira