05.09.2011
PMT foreldrafærninámskeið
(Parent Management Training) hefst þann 4. október nk. Um er að ræða námskeið sem stendur yfir í átta vikur. Meginmarkmið
námskeiðsins er að kenna raunprófaðar og hagnýtar uppeldisaðferðir sem stuðla að jákvæðri hegðun barns og draga úr
hegðunarvanda. Kostnaður er kr. 5.000 sem greiðist við skráningu en námskeiðið fékk styrk frá Félagsmálaráðuneytinu til
að efla stuðnings- og nærþjónustu við börn með ADHD greiningu. Leiðbeinendur eru PMT meðferðaraðilar, Guðrún
Kristófersdóttir sálfræðingur og Þuríður Sigurðardóttir félagsráðgjafi.
Sótt er um á tilvísaneyðublöðum skólateymis Fjölskyldudeildar. Nánari upplýsingar gefur Þuríður á Skóladeild
Akureyrarbæjar í síma 460-1417 eða í tölvupósti: thuridur@akureyri.is
Lesa meira
03.09.2011
Í vikunni 5.-9. september höldum við
morgunfundi fyrir foreldra nemenda í 2.-9. bekk og skólafærninámskeið fyrir foreldra 1. bekkinga. Tímasetningar þessara viðburða eru sem
hér segir:
1. bekkur - skólafærninámskeið miðvikudaginn 7. september kl. 17:30-20:00
2.-3. bekkur - morgunfundur miðvikudaginn 7. september kl. 8:10-9:10
4.-5. bekkur - morgunfundur föstudaginn 9. september kl. 8:10-9:10
6.-7. bekkur - morgunfundur þriðjudaginn 6. september kl. 8:10-9:10
8.-9. bekkur - morgunfundur mánudaginn 5. september kl. 8:10-9:10
Þessir atburðir eru liður í nauðsynlegri upplýsingagjöf til foreldra og væntum við þess að fulltrúar allra nemenda mæti.
Nánari upplýsingar um fundina er að finna í septemberfréttabréfinu.
Lesa meira
03.09.2011
Við höfðum útivistardag þann 2. september þar sem nemendur fengu að velja sér viðfangsefni, s.s. að veiða á bryggjunni, leika sér
á Hömrum, fara í hjólatúra og gönguferðir í Fálkafelli og á Súlur. Þrátt fyrir örlitla rigningu varð
þetta hinn ánægjulegasti dagur og sérstaklega unnu sumir stóra sigra á stuttum fótum sem löbbuðu alla leið upp á
Súlur.. Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru á Hömrum á
útivistardeginum....
Lesa meira
03.09.2011
Nemendur í 6. bekk fóru í siglingu með Húna II þann 1. september. Í ferðinni kynntust nemendur sjávarútveginum
og fræddust um lífríkið í sjó ásamt sögufræðslu um bátinn og ströndina. Rennt var fyrir fisk og gert að honum
með tilheyrandi fróðleik. Að lokum var aflinn grillaður og smakkaður um borð. Þetta var frábær ferð, enda lék veðrið
við krakkana, og það voru glaðir og stoltir nemendur sem komu heim með dálítinn afla í nesti. Smellið hér til að sjá myndir úr sjóferðinni..
Lesa meira
01.09.2011
Fréttabréf septembermánaðar er
komið út. Smellið hér til að opna fréttabréfið..
Lesa meira
31.08.2011
Starfsáætlun Naustaskóla fyrir
starfsárið 2011-2012 er komin út. Starfsáætlun er gefin út árlega og er henni ætlað að gefa upplýsingar um skólann,
áherslur og markmið með skólastarfinu, skipulag og helstu verkefni skólaársins, fyrirkomulag kennslu, venjur og siði í skólanum
o.fl. Smellið hér til að opna starfsáætlunina...
Lesa meira
30.08.2011
Í dag var kosið nýtt nemendaráð fyrir skólann. Eftir stutta og snarpa kosningabaráttu var haldinn kjörfundur þar sem nokkrir
frambjóðendur kynntu sig og svo var gengið til kosninga. Niðurstaðan varð sú að eftirtaldir skipa nemendaráð Naustaskóla veturinn
2011-2012:
Pétur Már Guðmundsson 9. bekk - formaður
Hrannar Þór Rósarsson 9. bekk
Brynjar Helgason 8. bekk
Ugla Snorradóttir 7. bekk
Freyr Jónsson 6. bekk
Guðný Birta Pálsdóttir 5. bekk
Íris Orradóttir 4. bekk
Lesa meira
22.08.2011
Stundatöflurnar eru komnar á heimasíðuna
og má nálgast þær hér...Svo er bara að byrja að læra af fullum
krafti!!
Lesa meira
18.08.2011
Fyrsta fréttabréf skólaársins er komið út og má nálgast það hér.
Lesa meira
22.08.2011
Skólasetning í
Naustaskóla verður mánudaginn 22. ágúst. Nemendur mæti á eftirfarandi tímum:
kl. 10:00 2.-3. bekkurkl. 10:30 4.-5. bekkur
kl. 11:00 6.-7. bekkur
kl. 11:30 8.-9. bekkurNemendur í 1. bekk og forráðamenn verða boðaðir í viðtöl á
skólasetningardaginn, tölvupóstur með viðtalstímum verður sendur út þriðjudaginn 16. ágúst.
Á skólasetningunni hitta nemendur umsjónarkennara, fá stundaskrá og fræðast um starfið í vetur. Foreldrar eru velkomnir og við
mælumst sérstaklega til þess að foreldrar nýrra nemenda í skólanum fylgi sínum börnum.
Kennsla hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst.
Gleðilegt nýtt skólaár!
Lesa meira