Fréttir

Snillingarnir - námskeið

Þjálfun í samskiptum, tilfinningastjórn og athygli barna með ADHDFjölskyldudeild Akureyrarbæjar býður börnum með ADHD að taka þátt í námskeiði til að efla færni á ýmsum sviðum. Námskeiðið er fyrir börn fædd árið 2002 og 2003 og eru 6 börn í hverjum hóp. Áhersla er lögð á að auka færni barna í félagslegum samskiptum, skapstillingu, sjálfsstjórn og að bæta athyglisgetu þeirra. Hópurinn hittist tvisvar í viku 2 tíma í senn, í 5 vikur (10 skipti alls) með tveimur þjálfurum. Nánari upplýsingar er að finna hér....
Lesa meira

Ágústa og Kolfreyja í útvarpinu

Tveir nemenda okkar, þær Kolfreyja og Ágústa í 6. bekk, eru stundum að dunda sér við að semja lög og texta og Karl tónmenntakennari hefur aðstoðað þær við upptöku á lagasmíðunum.  Stelpurnar voru í viðtali í þættinum Leynifélaginu sem er stórskemmtilegur barna- og unglingaþáttur á Rás 1 og er sendur út alla virka daga nema fimmtudaga kl. 20:00.  Smellið hér til að heyra þáttinn...
Lesa meira

Hvernig kenna góðir kennarar?

Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Háskóla Íslands, hefur líklega fylgst með fleiri kennslustundum en nokkur annar Íslendingur. Kennslustundir sem hann hefur fylgst með eru áreiðanlega vel á annað þúsund og ná til tuga skóla, allra skólastiga og fjölmargra námsgreina. Ingvar hóf að fylgjast með kennslu snemma á áttunda áratugnum í tengslum við námsstjórn og tilraunakennslu. Á árunum 1987 til 1988 fylgdist hann með kennslu í um eitt þúsund kennslustundum á miðstigi grunnskóla í tengslum við rannsóknir á notkun námsefnis og áhrifum þess á kennsluhætti. Undanfarin ár hefur Ingvar tekið þátt í rannsókn á starfsháttum í tuttugu grunnskólum sem hafa leitt hann inn í fjölda kennslustunda.  Á netinu er nú að finna fyrirlestur þar sem Ingvar leitast við að bregða upp svipmyndum af minnisstæðum kennslustundum úr þessum reynslubanka og tengja þær hugmyndum um góða kennslu.  Hægt er að fylgjast með fyrirlestrinum hér
Lesa meira

Fréttabréf októbermánaðar

Fréttabréf októbermánaðar er nú komið á vefinn.  Auk fastra liða er m.a. fjallað um samkennslu árganga, skipulag húsnæðisins þegar það er fullbyggt o.fl.  Smellið hér til að opna fréttabréfið...
Lesa meira

Aðalfundur Foreldrafélagsins

Aðalfundur Foreldrafélags Naustaskóla var haldinn 20. september sl.  Á fundinn mættu um 60 foreldrar.  Þar var rætt um foreldrastarf vetrarins framundan og skólastarfið almennt, kjörin stjórn fyrir skólaárið o.fl.  Fundargerð aðalfundarins má nálgast hér..
Lesa meira

Opin vika

Vikan 10.-14. október er "opin vika" hjá okkur í Naustaskóla.  Það þýðir að þessa viku eru foreldrar og forráðamenn sérstaklega hvattir til að líta við í skólanum.  Ekki er um neina sérstaka dagskrá að ræða heldur við það miðað að hægt sé að sjá "hefðbundið skólastarf" eins og það lítur út í skólanum okkar. 
Lesa meira

Aðalfundur hverfisnefndar Naustahverfis

Aðalfundur hverfisnefndar Naustahverfis verður haldinn fimmtudaginn 29. september kl. 20:00 í Naustaskóla (2. hæð) Dagskrá: •   Skýrsla stjórnar •   Kosning stjórnar •   Fyrirspurnir •   Önnur mál,  s.s. framtíðar íþróttasvæði í hverfinu Gestir:      •    Fulltrúi íþróttaráðs      •    Fulltrúi KA, Gunnar Jónsson framkvæmdastjóri      •    Fulltrúi skipulagsnefndar, Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri            – Kaffiveitingar – Hvetjum alla íbúa Naustahverfis til að mæta!                                                                      Hverfisnefnd Naustahverfis
Lesa meira

Viðtalsdagar - viðtalstímar

Dagana 28. og 29. september eru viðtalsdagar hjá okkur, þar sem nemendur, foreldrar og umsjónarkennarar fara sameiginlega yfir stöðu mála og leggja á ráðin um framtíðina.  Við höfum úthlutað ákveðnum viðtalstímum og þá má nálgast með því að smella hér.  Frístund er opin á viðtalsdögunum fyrir nemendur í 1.-4. bekk.  Þeir nemendur sem skráðir eru í Frístund að öllu jöfn geta mætt þar án sérstakrar skráningar en foreldrar annarra nemenda í þessum bekkjum sem hafa áhuga á að nýta Frístundina eru beðnir um að hafa samband við Hrafnhildi forstöðumann Frístundar í síma 4604111 eða netfangi hrafnhildurst@akmennt.is.   Svo minnum við á að föstudagurinn 30. september er starfsdagur og þann dag er Frístund lokuð. 
Lesa meira

Mentor - leiðbeiningar

Nú höfum við tekið saman smá bækling með leiðbeiningum fyrir forráðamenn varðandi notkun á mentor og hvernig nálgast má þær upplýsingar sem þar er að finna s.s. varðandi námsmat nemenda.  Smellið hér til að skoða leiðbeiningarnar..
Lesa meira

Göngum í skólann!

Miðvikudaginn 7. september kl. 10.00 verður Göngum í skólann sett í Síðuskóla á Akureyri en þetta er í fimmta skipti sem Ísland tekur þátt í þessu alþjóðlega verkefni. Verkefnið hófst í Bretlandi árið 2000 og hefur þátttaka stöðugt farið vaxandi. Hér á landi stefnir í  metþátttöku. Á alþjóðavísu er Göngum í skólann mánuðurinn í október og Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn er 6. október. Göngum í skólann  verkefnið fer fram hér á Íslandi í septembermánuði og því lýkur á Alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 5. október.   Við hvetjum að sjálfsögðu alla okkar nemendur til að ganga eða hjóla í skólann, það er umhverfisvænt og eflir heilsuna! 
Lesa meira